Stórkostlegt

Stórkostlegt, ég er kominn með íslenska dagsetningu á bloggið mitt. Ég þakka Gunna fyrir hjálpina.

Ég var að lesa grein á Jakobi Nielsen, þar sem hann talar um póstlista. Ég veit fátt leiðinlegra en þegar maður fær einhvert fjöldaemail, sem maður getur ekki afskráð sig af. T.d. er einhver netverslun, sem sendir mér reglulega póst. Neðst á hverju bréfi eru leiðbeiningar um það hvernig maður skuli skrá sig af listanum. Maður þarf að fara á ákveðna síðu, stimpla þar inn notendanafn og lykilorð (sem ég er löngu búinn að gleyma) og svo að afskrá sig. Arrgghhhh!!! Ég er dæmdur til að fá póst frá þessu fyrirtæki þangað til að það fer á hausinn.

Blog

Æ, mér leiðist að vera að vitna í aðra bloggera, en Ágúst var að lýsa vanþóknun sinni á hægri-sinnuðum vinstri mönnum. Ætli ég falli ekki í það form. Ásamt Geir Freyss, kannski. Ég veit ekki hvernig á að svara þessu. Ég segi bara að ég þoli ekki menn, sem segjast vera frjálshyggjumenn, en styðja svo íhaldsflokk.

Hvort er betra að vera frjálshyggjumaður, sem styður íhaldsflokk, eða frjálshyggjumaður, sem styður jafnaðarmannaflokk???

Bloggarar

Bloggið hjá Geir ber af. Enn ein snilldin birtist á síðunni í dag. Ég er sammála nær öllu, sem hann segir. Það eina, sem ég er ósammála er að ég vil einkavæða RÚV. Það eru reyndar engar hugmyndafræðilegar ástæður að baki.

Ég bý í Bandaríkjunum á veturna og er vanur því að hafa almennilega dagskrá. Þegar ég kom heim hefur mér bara blöskrað svo hvað dagskráin á RÚV er með eindæmum leiðinleg. Ef dagskráin væri almennileg þá væri ég sennilega sá fyrsti til að mótmæla öllu tali um einkavæðingu. Ég er bara ekki meiri hugsjónarmaður í þessu málefni.