« nóvember 03, 2000 | Main | nóvember 08, 2000 »

Kosningar

nóvember 07, 2000

Ég á enn eftir að klára hagfræðina en það er erfitt að slökkva á sjónvarpinu núna. CNN, Fox og MSNBC eru með stanslaus viðtöl við hina ýmsu spekinga. Ég er afskaplega veikur fyrir pólitík og hef alltaf gaman af því að fylgjast með.

Núna eru ekki nema um einn og hálfur tími þar til að fyrstu kjörstaðir loka. Kjörstaðirnir í Illinois, þar sem ég bý, loka hins vegar eftir tvo tíma. Demókratar hafa verið mjög duglegir hérna undanfarna daga við að koma upp skiltum í görðunum hjá sér og að dreifa hinum ýmsu upplýsingum. Ég hef ekki séð eins mikið af Repúblikunum, þótt þeir auglýsi einsog geðsjúklingar í sjónvarpinu.

Megi Al Gore vinna.

113 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

Gero + gix cubed

nóvember 07, 2000

Jæja, þá er dagurinn loks runninn upp. Ég veit ekki hvort allir voru að kjósa, en það voru ekki nema svona 6 krakkar í stærðfræðidæmatímanum mínum í morgun. Það er annars mjög gaman að hlusta á gaurinn, sem kennir okkur í dæmatímanum. Ég held að hann sé frá Kína og hann talar varla orð í ensku. Hann er þó góður í því að skýra út og er rosa klár.

Það er hins vegar oft erfitt að fylgjast með, því enskan hans er svo vitlaus. T.d. dæmis ber hann fram Z eins og G. Þannig að þegar hann ber fram Zero, þá verður það Gero. Eins ruglast hann alltaf á square (annað veldi) og cube (þriðja veldi). Þannig að maður þarf að þarf að læra svolítið inná hann. Til dæmis mundi setningin "Gero + gix cubed" þýðast sem núll plús 6 í öðru veldi. Þetta er allt að koma hjá mér.

150 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Skóli

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33