« nóvember 02, 2003 | Main | nóvember 08, 2003 »

Bestu tónleikarnir

nóvember 06, 2003

Einhvern veginn hef ég ekki haft ţrek í mér ađ skrifa á ţessa síđu undanfarna daga. ţađ hefur nákvćmlega ekkert spennandi gerst. Líf mitt hefur snúist um mikla vinnu og ţađ ađ leggja parket á íbúđina. Núna er ég hins vegar nokkurn veginn ađ klára ţetta parket dćmi, svo ađ mig getur byrjađ ađ dreyma um annađ en gliđnandi parket.

Annars, ţá fann ég nokkra vikna gamla fćrslu og ákvađ ađ klára hana. Hérna eru sem sagt 10 bestu tónleikarnir, sem ég hef fariđ á. ţađ var furđu erfitt ađ velja og hafna á ţennan lista. Ég veit ađ lýsingarnar á tónleikunum eru ekki merkilegar. En ég meina hey.

10.Blur - Laugardalshöll, Reykjavík - Fyrri Blur tónleikarnir voru frábćrir. ţetta var uppáhaldshljómsveitin mín á ţeim tíma og ég og Friđrik vinur minn vorum í brjáluđu stuđi. Parklife var hápunktur kvöldsins.
9.Metallica - All State Arena, Chicago. - Ég meina hey. Metallica varđ ađ komast á listann. Ég og Dan vinur minn vorum á lélegum stađ, en ţađ skipti bara engu máli. Mig var búiđ ađ dreyma síđan ég var lítill krakki ađ heyra Master of Puppets á tónleikum.
8.U2 - United Center, Chicago - Meiriháttar tónleikar á Elevation túrnum. Ég fíla aldrei tónleika á íţróttavöllum en U2 er ein af fáum hljómsveitum, sem á auđvelt međ ađ láta mann gleyma ţví ađ ţađ séu 30.000 ađrir hrćđur í salnum.
7.Weezer - Aragon Theatre, Chicago - Ég fór á tvo skemmtilegustu tónleika ćvi minnar í Aragon í Chicago, ásamt Hildi. ţeir fyrri voru međ Weezer. Ţessir tónleikar voru partur af fyrstu tónleikaferđinni ţeirra eftir Pinkerton. Salurinn var skreyttur einsog á Prom balli og áhorfendur voru komnir í brjálađ stuđu löngu áđur en ađ Weezer stigu á sviđ. Ég hef aldrei upplifađ ađ áhorfendur hafi sungiđ međ teipinu, sem var spilađ fyrir tónleikana. Weezer voru frábćrir.
6.Smashing Pumpkins - United Center, Chicago - Lokatónleikar Smashing Pumpkins í heimaborginni Chicago voru frábćrir. Ţau tóku öll bestu lögin, ţökkuđu innilega fyrir sig og stóđu svo öll saman og sungu 1979. Svo kom Billy og dásamađi Cubs. Hvađ er hćgt ađ biđja um meira?
5.Molotov - Aragon Theatre, Chicago - Seinni stuđtónleikarnir í Aragon voru algjörlega ógleymanlegir. Ţegar ég varđ 24 ára fórum viđ Hildur ađ sjá mexíkósku snillingana í Molotov.
ţrem árum áđur sáum viđ ţá spila í Madrid, en á ţeim tónleikum var ég fárveikur. Í Chicago var ég hins vegar í banastuđi ásamt 8000 mexíkóum. Ógleymanlegt kvöld.
4.Sigurrós - Park West, Chicago - Ég hef séđ Sigurrós spila tvisvar í Chicago en fyrra skiptiđ stóđ upp úr. ţar voru ţeir međ strengjasveit og voru hreint magnađir. Ţeir enduđu tónleikana á lokalagi (), sem ég hafđi ţá aldrei heyrt áđur. Ótrúlega magnađ lokalag.
3.Coldplay - Laugardalshöllin, Reykjavík - Frábćrir tónleikar í Laugardalshöll í desember, 2002. Bestu tónleikar, sem ég hef fariđ á á Íslandi. Ekki skemmdi ţađ ađ A Rush of Blood to the Head var án efa uppáhaldsplatan mín á ţeim tíma, sem ţeir héldu tónleikana. Everything's not lost er eitt besta popplag síđustu ára, á ţví er enginn vafi.
2.Radiohead - Grant Park, Chicago - Ţessir tónleikar voru haldnir í almenningsgarđi í Chicago og ţeim mun ég seint gleyma. Radiohead voru nćstum ţví fullkomnir, ţeir stóđu undir öllu, sem ég hafđi vonast eftir og svo miklu meira. Thom Yorke var ógleymanlegur
1.Roger Waters - Woodlands Pavillion, Houston - Algjörlega ógleymanlegir tónleikar. Ţeir toppa Radiohead tónleikana einungis vegna ţess ađ ţetta er nú einu sinni fyrrverandi söngvarinn í minni uppáhaldshljómsveit, Pink Floyd. Tónleikarnir voru haldnir utandyra í gríđarlegum hita í Houston. Ég mun aldrei gleyma ţví hvernig hann flutti Comfortably Numb.

Annađ, sem kom vel til greina: Ben Folds - Rosemont Theatre, Chicago. Oasis - Chicago Theatre, Chicago. Fugees - Laugardalshöll. Cypress Hill - Santiago, Chile. Eminem, All State Arena, Chicago. Soda Stereo - Caracas, Venezuela. Rage Against the Machine - Kaplakriki, Hafnarfirđi.

655 Orđ | Ummćli (14) | Flokkur: Topp10 & Tónleikar

EOE.is:

Blađur um hagfrćđi, stjórnmál, íţróttir, netiđ og mín einkamál.

Á ţessum degi áriđ

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síđustu ummćli

Gamalt:Ég nota MT 3.33