« nóvember 08, 2003 | Main | nóvember 10, 2003 »

Spurningar um fótbolta?

nóvember 09, 2003

Ég er of reiður, sár og bitur til að vera brjálaður akkúrat núna. Þetta er ein af þessum stundum, þegar maður þarf að setjast niður, hugsa um tilgang lífsins og reyna að rifja það upp að fótbolti er bara íþrótt. En vá maður, ég held að ég hafi upplifað sambandsslit, sem hafa verið skemmtilegri en að upplifa leikinn áðan.

Ég get í raun ekkert sagt. Það eina, sem kemst að í höfðinu á mér eru spurningar:

  1. Af hverju byrjaði Sinama-Pongolle ekki inná?
  2. Hver er ástæðan fyrir því að þegar Hyppia brýtur á United leikmanni innan vítateigs, þá er dæmd vítaspyrna og Hyppia fær rautt spjald, en þegar Rio Ferdinand brýtur greinilega á Liverpool manni, þá er ekkert dæmt?
  3. Af hverju datt Emile Heskey í stað þess að skora úr dauðafæri?
  4. Af hverju er Michael Owen meiddur akkúrat núna?
  5. Af hverju fékk Nilsteroy ekki rautt spjald fyrir að hafa reynt að skora með hendi?
  6. Hvor er lélegri framherji: Emile Heskey eða Diego Forlan?
  7. Af hverju er knattspyrnan svona hrikalega ósanngjörn íþrótt?
  8. Hvernig stendur á því að Liverpool hafa verið miklu betri aðilinn í leikjum á móti Chelsea, Arsenal og Man United, en samt tapað 2-1 í öllum leikjunum?
  9. Af hverju er 2 mínútum bætt við leiktímann þegar Man United er yfir, en 6 mínútum þegar þeir eru undir?
  10. Er Nilsteroy óheiðarlegasti leikmaður í heimi?

Það eina, sem ég veit núna er að allavegana verður Sinama-Pongolle alveg skuggalega góður framherji. Fyrstu 10 mínúturnar eftir að hann kom inná voru með skemmtilegustu mínútum af fótbolta, sem ég hef séð með þessu Liverpool liði.

Þetta lið er á réttri braut. Liverpool eru að spila frábæran fótbolta, það er virkilega skemmtilegt að horfa á liðið þessa dagana. Það sem vantar er stöðugur framherji með Owen og smá sjálfstraust hjá liðinu um að þeir geti pakkað saman hvaða liði sem er. Það mun koma.

308 Orð | Ummæli (12) | Flokkur: Liverpool

Spurningar um fótbolta?

nóvember 09, 2003

Ég er of reiður, sár og bitur til að vera brjálaður akkúrat núna. Þetta er ein af þessum stundum, þegar maður þarf að setjast niður, hugsa um tilgang lífsins og reyna að rifja það upp að fótbolti er bara íþrótt. En vá maður, ég held að ég hafi upplifað sambandsslit, sem hafa verið skemmtilegri en að upplifa leikinn áðan.

Ég get í raun ekkert sagt. Það eina, sem kemst að í höfðinu á mér eru spurningar:

  1. Af hverju byrjaði Sinama-Pongolle ekki inná?
  2. Hver er ástæðan fyrir því að þegar Hyppia brýtur á United leikmanni innan vítateigs, þá er dæmd vítaspyrna og Hyppia fær rautt spjald, en þegar Rio Ferdinand brýtur greinilega á Liverpool manni, þá er ekkert dæmt?
  3. Af hverju datt Emile Heskey í stað þess að skora úr dauðafæri?
  4. Af hverju er Michael Owen meiddur akkúrat núna?
  5. Af hverju fékk Nilsteroy ekki rautt spjald fyrir að hafa reynt að skora með hendi?
  6. Hvor er lélegri framherji: Emile Heskey eða Diego Forlan?
  7. Af hverju er knattspyrnan svona hrikalega ósanngjörn íþrótt?
  8. Hvernig stendur á því að Liverpool hafa verið miklu betri aðilinn í leikjum á móti Chelsea, Arsenal og Man United, en samt tapað 2-1 í öllum leikjunum?
  9. Af hverju er 2 mínútum bætt við leiktímann þegar Man United er yfir, en 6 mínútum þegar þeir eru undir?
  10. Er Nilsteroy óheiðarlegasti leikmaður í heimi?

Það eina, sem ég veit núna er að allavegana verður Sinama-Pongolle alveg skuggalega góður framherji. Fyrstu 10 mínúturnar eftir að hann kom inná voru með skemmtilegustu mínútum af fótbolta, sem ég hef séð með þessu Liverpool liði.

Þetta lið er á réttri braut. Liverpool eru að spila frábæran fótbolta, það er virkilega skemmtilegt að horfa á liðið þessa dagana. Það sem vantar er stöðugur framherji með Owen og smá sjálfstraust hjá liðinu um að þeir geti pakkað saman hvaða liði sem er. Það mun koma.

308 Orð | Ummæli (12) | Flokkur: Liverpool

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33