« nóvember 06, 2005 | Main | nóvember 08, 2005 »

Embla.is

nóvember 07, 2005

Embla er víst ný leitarvél, sem að okkar merki menntamálaráðherra opnaði fyrir einhverju síðan. Ég batt nokkrar vonir við að þetta yrði eitthvað skárra en leit.is. verð því miður að segja að ef að eitthvað er, þá held ég að þetta sé verri leitarvél en leit.is (uppfært (EÖE): ég er reyndar sannfærður núna um að hún sé betri en leit.is - það breytir ekki þeirri gagnrýni, sem hér fylgir)

Fyrir það fyrsta, þá heitir leitarvélin “Embla”, en á embla.is er hins vegar ferðaskrifstofa. Til að fara á Emblu, þarf maður því að fara á mbl.is/embla.

Ég tók nokkur tékk á leitarvélina og bar saman við leit.is

Prófaði fyrst leitarorðið “Serrano”. Á leit.is þá kemur serrano.is sem fyrsta niðurstaða einsog væri eðlilegt. Á emblu, þá kemur hins vegar serrano.is númer 11. Áður en að sú síða kemur upp koma nokkrar blogsíður, sem fjalla um Serrano. Sem betur fer, þá eru dómarnir jákvæðir, ólíkt því sem gerist þegar maður flettir upp Mcdonalds á Emblu eða Burger King.

(Þegar ég fletti í gegnum Serrano linkana rakst ég m.a. á þennan link þar sem ég er tilnefndur af ónefndum aðila sem Metró maður Íslands. Gríðarlegur heiður það.)

Ef ég ætla til dæmis að leita að Vesturbæjarlauginni, þá kemur mín eigin síða upp á leit.is, en á Emblu kemur umfjöllun Stefáns Pálssonar um laugina. Hvergi sést hins vegar heimasíða sjálfrar laugarinnar.

Í stuttu máli virðist þessi leitarvél vera alltof hrifin af bloggum, á kostnað þá þess sem bloggin eru að fjalla um. Ef ég skrifa færslu, sem heitir “Dominos er æði” þá er líklegt að sú færsla myndi verða hærra á listanum heldur en sjálf heimasíða Dominos. Ef mig vantar að panta pizzu á netinu (ef það er þá hægt), þá þyrfti ég að fara í gegnum 20 síður af bloggum um það hversu góðar eða vondar pizzurnar á þeim stað eru.

Ekki nógu gott. Ennþá eru engar leitarvélar, sem komast nálægt Google, jafnvel þegar að kemur að því að leita á íslenskum síðum. Mér er alveg sama þótt að leitarvélin “kunni íslensku” ef að niðurstöðurnar eru ekki nytsamlegar.

344 Orð | Ummæli (8) | Flokkur: Netið

Breyting á server

nóvember 07, 2005

Ég er að breyta um server á eoe.is og Liverpool blogginu. Því gætu þessar síður legið eitthvað niðri næstu daga.

Biðst velvirðingar á þessu. Vonandi gengur þetta fljótt yfir.

29 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33