« nóvember 07, 2005 | Main | nóvember 09, 2005 »

Bestu ár ævinnar?

nóvember 08, 2005

Ég er svo rómantískur að jafnvel þær markaðsherferðir, sem ég stjórna, eru rómantískar. Það kalla ég afrek.


Ég er búinn að eyða þremur klukkutímum í gær og í dag í að skrifa eitt bréf. Það er erfitt að skrifa þegar maður er óviss um efnið eða hverju maður vill koma frá sér. Ég er ruglaður í dag…


Í Kastljósi í kvöld var viðtal við strák úr framhaldsskóla. Hann sagði: “Svo vita allir að bestu ár ævinnar eru árin í framhaldsskóla”.

Er það, já, virklega?

Ég átti samtal um þetta mál útí Amsterdam. Var spurður hvort ég teldi að árin mín í háskóla í USA (sem mér fannst reyndar skemmtilegri en framhaldsskóla-árin) yrðu í framtíðinni talin bestu ár ævi minnar. Ég sagði nei, ég væri ákveðinn í því að þau yrðu það ekki. Ég get hreinlega ekki lifað með þeirri hugmynd að skemmtilegustu ár ævi minnar séu liðin og get ekki skilið fólk, sem segir svona hluti.

Er það ekki algjör uppgjöf að sætta sig við slíkt? Að toppnum séð náð með dauðadrukknum krökkum á menntaskólaböllum á Hótel Íslandi?

Þetta er ein ástæðan fyrir því að ég bögga vini mína oft með það að gera hluti. Ég er ekki sáttur við að lifa lífinu í að vinna, slappa af og kaupa nýtt parket. Ég verð eiginlega bara reiður þegar ég heyri þetta um framhaldsskóla árin og er ákveðinn í að afsanna þessa kenningu, þrátt fyrir að framhaldsskólaárin mín (sérstaklega seinni tvö) hafi vissulega verið frábær.

Mér finnst hins vegar fullt af fólki á mínum aldri vera búið að ákveða þetta og sætta sig við. Það er, að þetta hafi verið bestu ár ævinnar og engin leið til að bæta um betur. Það þykir mér sorgleg.

284 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Vinna

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33