Month: July 2003
Besta lið í heimi
Ísskápurinn minn
Bjórdrykkja
Appolo Creed
Næsta spurning
Vá, mér er farið að líða einsog ég skrifi fyrir Múrinn.
Sanchez hershöfðingi hélt blaðamannafund um morðin á sonum Saddams. Ég tel reyndar að þetta hafi verið farsælasta lausnin, en samt þá vakna ýmsar spurningar. Robert Fisk, átrúnaðargoð þeirra Múrsmanna var á blaðamannafundinum og var nokkuð beittur.
GEN. SANCHEZ: Sir, that is speculation.
Next slide (sic).
Robert Fisk: No, sir, it’s an operational question. Surely you must have considered this much more seriously than you suggested.
GEN. SANCHEZ: Yes, it was considered, and we chose the course of action that we took.
Robert Fisk: Why, sir?
GEN. SANCHEZ: Next slide — or, next question, please.
Jahá. Svo mörg voru þau orð
Serrano
Waters
Snillingurinn Roger Waters er víst staddur á Íslandi. Því miður ekki til að halda tónleika, heldur til að fara í laxveiði.
Waters var í viðtali á Stöð 2, þar sem hann gladdi mitt hjarta með þeim fréttum að hann væri tilbúinn með mikið af efni á nýja plötu. Íraksstríðið hefur gefið honum innblástur, sem kemur ekki á óvart, þar sem hans síðustu plötur hafa af miklu leyti snúist um stríð.
Ótrúlegt en satt, þá er Waters ekki aðdáandi George Bush
Þá er bara að vona að Waters fari að koma efninu út og haldi svo á tónleikaferð. Ég er svo heppinn að hafa séð Waters einu sinni á tónleikum í Houston. Það var ógleymanleg kvöldstund.
What's my age again?
Ég fór að djamma á laugardaginn, sem þykja sennilega ekki stórtíðindi. Beið í röð á Hverfisbarnum í smá tíma og aldrei þessu vant var það bara biðarinnar virði. Inná staðnum hitti ég bara fulltaf skemmtilegu fólki. Ég komst svo seinna að því að Brunaeftirlitið hafði lokað staðnum um klukkan 4, sem skýrði hvers vegna staðurinn tæmdist nærri því nokkru seinna.
Æji, hvað djammsögurnar verða alltaf svipaðar. Ég nenni varla að tala um það. Var sennilega ekki nógu fullur til að gera einhvern skandal. En allavegana, þá hittum við Emil þessar stelpur á leiðinni heim. Ég gat strax giskað á að þær væru utan af landi. Þær voru ekki alveg að skilja hvernig mér tókst að fatta það en ég er á því að þetta sé einstakur hæfileiki hjá mér. Önnur þeirra sagðist þekkja mig eftir að hafa lesið þessa síðu. Það finnst mér nokkuð magnað.
Allavegana, töluðum við Emil við þær og einhverjar aðrar stelpur niðrí bæ. Einhvern veginn kom aldur minn uppí samræðurnar. Það kom á daginn að ein stelpan hélt að ég væri 20 ára og önnur að ég væri 18 ára! Ég veit ekki hvort ég er orðinn nógu gamall til að vera montinn af því að líta út fyrir að vera yngri en ég er.
Dýrir Knattspyrnumenn
Jæja, draumur minn um að Damien Duff kæmi til Liverpool rættist á endanum ekki. Ég var þó búinn að sætta mig við það þegar að Harry Kewell kom til Liverpool enda er hann alls ekki síðri leikmaður (og kostaði þrisvar sinnum minna en Duff).
Annars er athyglisvert að skoða dýrustu leikmenn, sem skipt hafa um félög á Englandi. Þetta eru 13 dýrustu mennirnir:
1. Rio Ferdinand 2002 Leeds United til Man United £30.0m
2. Juan Veron, Lazio til Man Utd £28.1m
3. David Beckham, Man United til Real Madrid £25m
4. Nicolas Anelka, Arsenal til Real Madrid £23.5m
5. Marc Overmars Arsenal til Barcelona £21.6m,
6. Ruud van Nistelrooy, PSV til Man Utd £19m
7. Rio Ferdinand 2000 West Ham United til Leeds United £18.0m
8. Damien Duff 2003 Blackburn Rovers til Chelsea £17.0m
9. Alan Shearer 1996 Blackburn Rovers til Newcastle £15.0m
10. Dwight Yorke 1998 Aston Villa Man til United £12.6m
11. Robbie Fowler 2001 Liverpool til Leeds United £11.0m
12. Frank Lampard 2000 West Ham United til Chelsea £11.0m
13. Emile Heskey 2000 Leicester til Liverpool £11.0m
14. Chris Sutton 1999 Blackburn Rovers til Chelsea £10m.
Af þessum mönnum myndi ég segja að 3 af 14 hafi verið góð kaup!!: Rio Ferdinand (það er þegar hann fór frá West Ham til Leeds), Ruud van Nilsteroy og Alan Shearer. Dwight Yorke átti að vísu 2 góð ár með United en hann var svo seldur fyrir einhverja smá aura.
Tveir Liverpool menn eru á listanum, Robbie Fowler, sem gat aldrei neitt með Leeds og Emile Heskey, sem getur ekki neitt (honum er þó velkomið að sanna að ég hafi rangt fyrir mér með því að skora 25 mörk á þessu tímabili). Stærstu floppin eru Veron, Anelka og Sutton. Bestu kaupin eru van Nilsteroy.
Leiðrétt samkvæmt ábendingu frá Ragnari