Gaman gaman!

kewhou.jpgMér líður miklu betur í dag, hausverkurinn farinn og það er kominn föstudagur. Þakka þeim, sem vorkenndu mér í gær 🙂

Annars er þessi mynd, sem fylgir þessari færslu, æðislega skemmtileg. Gaman að sjá að Houllier hefur loksins einhverja ástæðu til að brosa. Horfði á blaðamanna- fundinn með Kewell í gær og þar tók eigandi Liverpool það sérstaklega fram að ein meginástæðan fyrir því að leikmennirnir væru að koma til Liverpool væri vegna Houllier. Gott og vel.

Mikið rosalega er líka gaman að lesa þessa frétt: lesa þessa frétt: Ferguson’s late bid fails to impress Kewell!

Ha ha ha!!!! Samkvæmt Times, þá reyndi Alex Ferguson að ná Harry Kewell til sín á síðustu stundu en Kewell ákvað að fara til Liverpool, þrátt fyrir að Ferguson bæði hærr laun. Mikið er gaman hjá okkur Liverpool mönnum þessa dagana. Megi þetta halda lengi áfram.

Hausverkur

Mikið djöfull er lífið hræðilega leiðinlegt þegar ég er með hausverk.

Einhvern veginn virðast öll verkefni verða hundrað sinnum erfiðari, mér finnst allt vera ómögulegt, allt fer í taugarnar á mér og svo skíttapa Cubs til að koma mér í enn verra skap.

Ég ætlaði fyrir viku að taka mér dálítið tak og reyna að koma mér af stað í að laga fullt af hlutum í íbúðinni minni. Til þess að ég væri extra vel stemmdur ákvað ég að djamma ekkert um síðustu helgi, því þá hélt ég að ég yrði svo hress alla þessa viku. En viti menn, ég er búinn að vera að deyja úr þreytu alla vikuna og svo er toppnum náð með hausverk á fimmtudegi. Þetta ætti kannski að kenna mér í eitt skipti fyrir öll að sleppa aldrei úr djammi.

Æji, ég ætla að fara uppí sófa og vorkenna sjálfum mér hvað það sé erfitt að vera með hausverk.

Mig vantar bara kærustu, sem myndi vorkenna mér líka og gæti jánkað reglulega þegar ég segði henni hvað ég ætti bágt að vera með svona slæman hausverk. Greyið ég!

uppfært: Holy Crap! Þótt að hausverkurinn sé slæmur, þá er hann ábyggilega skárri en þetta

Harry Kewell!!!

kewell.jpgÞá er Harry Kewell kominn til Liverpool og því eru allir United stuðningsmenn, sem ég þekki, farnir að halda því fram að hann geti ekkert í fótbolta og sé gríðarlega ofmetinn leikmaður og bla bla bla.

Staðreyndin er sú að Kewell er einhver allra skemmtilegasti og besti leikmaðurinn í ensku deildinni og það er hreint með ólíkindum að hann komi til Liverpool fyrir 1/5 af þeirri upphæð, sem Real Madrid borgaði fyrir David Beckham, þrátt fyrir að Beckham sé 4 árum eldri.

Ég man hreinlega ekki hvenær ég var síðast jafnspenntur fyrir því að leikmaður kæmi til Liverpool. Svei mér þá, ég held að það hafi hreinlega ekki gerst síðan ég var smá strákur og John Barnes kom til liðsins. Undanfarin ár hafa stærstu kaupin hjá Liverpool nefnilega verið á El-Hadji Diouf, Emile Heskey og Dietmar Hamann. Hamann er bestu kaupin úr þeim hópi en hann er ekki beint leikmaður, sem maður yrði mjög spenntur að sjá spila.

Kewell er það góður að hann gæti bætt Liverpool liðið umtalsvert. Allt í einu á maður auðvelt að gleyma martröðinni, sem síðasta keppnistímabil var, og horfa nokkuð bjartsýnn til næsta tímabils. Ég sagði í lok síðasta tímabils að Liverpool þyrfti þrjá leikmenn: hægri bakvörð, vinstri kantmann og framherja. Núna er liðið búið að kaupa Steve Finnan í bakvörðinn og Kewell á kantinn. Helst vildi ég sjá annan framherja koma til liðsins. Eða þá að Houllier myndi heita mér að sama hvað gerðist, þá myndi hann ekki setja Emile Heskey inná. Þá yrði ég líka sáttur.

Það er mér löngu ljóst að það leiðinlegasta við sumarið er að þá er enginn enskur bolti. Ég get ekki beðið þangað til í ágúst eftir að boltinn byrji aftur að rúlla. Þá verður sko gaman.

Harry Kewell!!!

kewell.jpgÞá er Harry Kewell kominn til Liverpool og því eru allir United stuðningsmenn, sem ég þekki, farnir að halda því fram að hann geti ekkert í fótbolta og sé gríðarlega ofmetinn leikmaður og bla bla bla.

Staðreyndin er sú að Kewell er einhver allra skemmtilegasti og besti leikmaðurinn í ensku deildinni og það er hreint með ólíkindum að hann komi til Liverpool fyrir 1/5 af þeirri upphæð, sem Real Madrid borgaði fyrir David Beckham, þrátt fyrir að Beckham sé 4 árum eldri.

Ég man hreinlega ekki hvenær ég var síðast jafnspenntur fyrir því að leikmaður kæmi til Liverpool. Svei mér þá, ég held að það hafi hreinlega ekki gerst síðan ég var smá strákur og John Barnes kom til liðsins. Undanfarin ár hafa stærstu kaupin hjá Liverpool nefnilega verið á El-Hadji Diouf, Emile Heskey og Dietmar Hamann. Hamann er bestu kaupin úr þeim hópi en hann er ekki beint leikmaður, sem maður yrði mjög spenntur að sjá spila.

Kewell er það góður að hann gæti bætt Liverpool liðið umtalsvert. Allt í einu á maður auðvelt að gleyma martröðinni, sem síðasta keppnistímabil var, og horfa nokkuð bjartsýnn til næsta tímabils. Ég sagði í lok síðasta tímabils að Liverpool þyrfti þrjá leikmenn: hægri bakvörð, vinstri kantmann og framherja. Núna er liðið búið að kaupa Steve Finnan í bakvörðinn og Kewell á kantinn. Helst vildi ég sjá annan framherja koma til liðsins. Eða þá að Houllier myndi heita mér að sama hvað gerðist, þá myndi hann ekki setja Emile Heskey inná. Þá yrði ég líka sáttur.

Það er mér löngu ljóst að það leiðinlegasta við sumarið er að þá er enginn enskur bolti. Ég get ekki beðið þangað til í ágúst eftir að boltinn byrji aftur að rúlla. Þá verður sko gaman.

Innflytjendur

Ja hérna, það hlaut að koma að því. Ég er í öllu sammála grein eftir Sverri Jakobsson.

Greinin heitir “Þegar sumir verða jafnari en aðrir” og fjallar um innflytjendalöggjöf í Danmörku og svo um nýlegt dæmi frá Íslandi. Hérna var víetnamskri konu hafnað um vegabréfsáritun vegna þess að hún var “ung og ógift” og þær típur eiga það víst til að ílengjast hér á landi, samkvæmt stjórnvöldum.

Þessi synjun er svo ótrúlega rasísk að ég á ekki orð yfir því að enginn skuli hafa talað um þetta mál opinberlega. Ég verð að játa það að ég skil ekki stefnu stjórnvalda í málefnum innflytjenda. Af hverju er Ísland svona ofboðslega verndað?

Á þessari stóru eyju búa undir 300.000 manns. Hins vegar þá höfum við meira af náttúruauðlindum en flest önnur ríki. Ég er sannfærður um að hér á landi gætu búið yfir milljón manns við jafnmikla velmegun og þessar 300.000 hræður búa við í dag. Öll tækifærin eru til staðar.

Þess vegna skil ég ekki að íslensk stjórnvöld séu svona viljug til að reisa múra til að halda þessu fólki frá. Af hverju á ekki að leyfa fólki, sem vill virkilega búa á Íslandi, að koma hingað??

Ég er ekki að segja að við eigum að hleypa 700.000 manns inní landið í einni lotu. Hins vegar vildi ég sjá að stjórnvöld myndu marka sér þá stefnu að fjölga fólki hér á landi. Hleypa á ári hverju umtalsverðu magni af innflytjendum inní landið. Seinna meir myndi það bara auka velmegun á Íslandi og auka áhrif þessa lands í alþjóðlegu samstarfi.

Pulsur

Þetta er einhver almagnaðsti íþróttamaður í heimi: Takeru Kobayashi

Hann vann í dag Nathan’s International Hot Dog Eating Contest, þar sem keppendur slást um það hver geti borðað flestar pulsur á 12 mínútum. Kobayashi borðaði 44 pulsur á þessum tíma, sem er þó ekki jafn gott og í fyrra þegar hann borðaði 50 pulsur á sama tíma.

Ég hef séð þennan gaur keppa í átkeppnum og hann er alveg hreint ótrúlegur. Hann er aðeins 70 kg. þungur en getur sigrað menn, sem eru margfalt stærri en hann í átkeppnum.

Katrín og femínistar

Nýja kærstan mín, hún Katrín er komin í skemmtilegt stríð við femínista eftir nokkurt hlé. Katrín fer meðal annars á kostum með skotum á þær í dag og í gær.

Þetta femínistafélag virðist vera afskaplega barnalegt á köflum. Í dag hafa þær breytt síðu, sem Katrín benti á, í eitthvað diss á Katrínu og hennar ego. (það er búið að breyta síðunni aftur. Svona leit hún út með Katrínardissinu)

Á þessari síðu var nefnilega áður samansafn af greinum um femínista. Þar var meðal annars bent á skrif eftir Katrínu, mig og fleiri. Katrín fann síðuna og benti á hana. Femínistar láta að því liggja að Katrín hafi fundið síðuna á einhverju egó trippi.

Það er hins vegar afskaplega auðvelt að finna þessa síðu. Ég vænti þess að Katrín hafi fundið hana þegar hún var að fara yfir það hverjir vísa á síðuna hennar. Til dæmis sést á þessari færslu minni að “feministinn.is” hefur vísað á færsluna mína. Þegar ég slæ á þann link kemst ég beint á síðuna, sem er núna tileinkuð Katrínu.

Æi, þetta femínistafélag er hálf kjánalegt oft á tíðum. Það er þó fínasta skemmtiefni að lesa síðuna hennar Katrínar þegar hún skýtur á kynsystur sínar.

Þér skuluð ekki ná í lög ólöglega

Þetta er skondin frétt (via Boing Boing)

Samkvæmt henni þá hefur sala á kristilegri tónlist dregist saman um 11% á meðan að sala á annarri tónlist hefur dregist saman um 8%. Það virðist vera sem að strangtrúaðir séu duglegri en aðrir að ná sér í tónlist ólöglega.

But as the Rev. Paul Durham, pastor of Nashville’s Radnor Baptist Church, points out, many Christian-music listeners think of file-swapping as sharing God’s message. “It’s like a ministry,” he says. That’s how Marlee Welsh, 18, of Bethesda, Md., sees it. “You’re supposed to receive and spread God’s word,” she says, “and by that I don’t think downloading is stealing.” Darren Whitehead, youth minister at the People’s Church in Franklin, Tenn., questions the morality of file sharing, but he hopes that “spreading the Gospel takes priority for the music companies over profit–assuming that they’re Christian.”

GWB

Þegar að allt er að verða vitlaust í Ísrael, hlutabréfamarkaðir eru í uppnámi og viðskiptaheimurinn er í uppnámi vegna spurninga um siðferði stjórnenda fyrirtækja ákveður George W. Bush forseti Bandaríkjanna að …

fara í mánaðarlangt frí

Þess má geta að flestir Bandaríkjamenn fá um tveggja vikna langt frí á hverju ári. George W. er engum líkur.

Endurtekið efni um alþjóðavæðingu

Stefán Pálsson endurtekur gamla grein sína á Múrnum. Núna heitir greinin Alþjóðavæðing og fótbolti en hún hét áður Alþjóðavæðing fyrir byrjendur.

Þarna er Stefán aftur að benda á tölur um vöxt í Suður-Ameríku, sem rök gegn alþjóðavæðingu. Ég svaraði síðustu greininni í þessum pistli.

Athyglisverð pæling hjá Geir Á.