Mér líður miklu betur í dag, hausverkurinn farinn og það er kominn föstudagur. Þakka þeim, sem vorkenndu mér í gær 🙂
Annars er þessi mynd, sem fylgir þessari færslu, æðislega skemmtileg. Gaman að sjá að Houllier hefur loksins einhverja ástæðu til að brosa. Horfði á blaðamanna- fundinn með Kewell í gær og þar tók eigandi Liverpool það sérstaklega fram að ein meginástæðan fyrir því að leikmennirnir væru að koma til Liverpool væri vegna Houllier. Gott og vel.
Mikið rosalega er líka gaman að lesa þessa frétt: lesa þessa frétt: Ferguson’s late bid fails to impress Kewell!
Ha ha ha!!!! Samkvæmt Times, þá reyndi Alex Ferguson að ná Harry Kewell til sín á síðustu stundu en Kewell ákvað að fara til Liverpool, þrátt fyrir að Ferguson bæði hærr laun. Mikið er gaman hjá okkur Liverpool mönnum þessa dagana. Megi þetta halda lengi áfram.
Þú verður að gefa Houllier smá séns fyrst hann sannfærði Kewell um að koma. Hver veit, kannski á Heskey eftir að skora fullt af mörkum í vetur 😉
hjartanlega sammála !! :tongue:
hjartanlega sammála !! :tongue: