20 lygar um Írak

The Independent birti í gær þessa grein: 20 Lies About the War.

Athyglisvert er að lesa umræður þeirra í Bandaríkjunum, sem verja Bush og þessar lygar hans. Oft eru það sömu menn og kröfðust þess að Bill Clinton segði af sér embætti fyrir að ljúga um framhjáhald! Með öðrum orðum, það er í lagi að ljúga um ástæður fyrir því að fara í stríð, en það er ekki í lagi að ljúga um kynlíf.

Æji, mikið væri nú gaman ef að Bush segði af sér. Það myndi allavegana auðvelda mér að verja Bandaríkin, en það verður erfiðara með hverjum deginum. Mikið væri gaman að geta séð hvernig almenningsálit á Bandaríkjunum væri í dag ef réttmætur sigurvegari síðustu kosninga, Al Gore, hefði unnið.