Hausverkur

Mikið djöfull er lífið hræðilega leiðinlegt þegar ég er með hausverk.

Einhvern veginn virðast öll verkefni verða hundrað sinnum erfiðari, mér finnst allt vera ómögulegt, allt fer í taugarnar á mér og svo skíttapa Cubs til að koma mér í enn verra skap.

Ég ætlaði fyrir viku að taka mér dálítið tak og reyna að koma mér af stað í að laga fullt af hlutum í íbúðinni minni. Til þess að ég væri extra vel stemmdur ákvað ég að djamma ekkert um síðustu helgi, því þá hélt ég að ég yrði svo hress alla þessa viku. En viti menn, ég er búinn að vera að deyja úr þreytu alla vikuna og svo er toppnum náð með hausverk á fimmtudegi. Þetta ætti kannski að kenna mér í eitt skipti fyrir öll að sleppa aldrei úr djammi.

Æji, ég ætla að fara uppí sófa og vorkenna sjálfum mér hvað það sé erfitt að vera með hausverk.

Mig vantar bara kærustu, sem myndi vorkenna mér líka og gæti jánkað reglulega þegar ég segði henni hvað ég ætti bágt að vera með svona slæman hausverk. Greyið ég!

uppfært: Holy Crap! Þótt að hausverkurinn sé slæmur, þá er hann ábyggilega skárri en þetta

3 thoughts on “Hausverkur”

  1. ajjjj greyið mitt að vera með hausverk.. það er nú ekki gott að heyra, viltu að ég strjúki á þér bakið og komi með magnyl og vatnsglas fyrir þig? svo get ég sett friends á ef þú vilt *strjúkistrjúki* 😉

Comments are closed.