10 Bestu lagabútarnir

Á [þessari síðu](http://www.retrocrush.com/archive2004/coolsongs/index.html) er athyglisverður listi. Höfundur tók sig til og gerði lista yfir 50 flottustu lagabútana. Það er: ekki 50 flottustu lögin, heldur 50 flottustu hlutar úr lögum. Flott trommusóló, flott laglína og svo framvegis.

Mér fannst þetta sniðugt og fór aðeins að pæla í þessu og endaði með þennan lista. Semsagt þetta eru mínir uppáhalds lagapartar. Frá flottum gítarsólóum til parta þar sem ég hef fengið gæsahúð, eða tengi einhverju merkilegu í mínu lífi. Kannski finnst öðrum þetta ekkert merkilegir hlutar, ég veit það ekki. En allavegana, talan fyrir aftan lagaheitið merkir það hvenær í laginu viðkomandi bútur byrjar.

 1. **Jeff Buckley – Last Goodbye** – 3:50 – Allt lagið er sungið á algjörlega ólýsanlegan hátt af Buckley. En síðasta versið þegar hann nánast grætur línurnar gefa mér gæsahúð í hvert skipti. Hvernig hann grætur orðið “over” í síðustu línunni sýnir hversu stórkostlegur söngvari Buckley var: *”and the memories offer signs that it’s over”* – Ótrúlegt.
 2. **Bob Dylan – One of Us Must Know** – 3:50 – Dylan syngur með ótrúlegri tilfinningu *”never meant to do you any harm”*, fer svo inní viðlagið og svo í yndislegasta munnhörpusóló allra tíma. Munnharpan er skerandi, en samt svo ótrúlega fullkomin.
 3. **Sigur Rós – Popplagið** – 6:05 – Þegar að andinn í laginu gjörbreytist og lokakaflinn byrjar. Trommurnar og söngurinn. Ómægod!
 4. **I Want You – Elvis Costello** – 5:45 – Í lok lagsins þegar að Elvis er orðinn rólegur aftur og syngur: *Every night when I go off to bed and when I wake up…I want you…
  I’m going to say it once again ’til I instill it…I know I’m going to feel this way until you kill it…I want you*.

  Kannski er það vegna þess að ég hlustaði einu sinni á þetta lag svona 50 sinnum á rípít á meðan að ég hugsaði um stelpu, sem ég var að tapa mér yfir. En allavegana, ég elska þennan kafla. Já, og ég elska þetta lag. Ég man ennþá að ég var útá svölum á hóteli við ströndina á Margarítu þegar að Eunice vinkona mín spilaði þetta lag í fyrsta skipti fyrir mig. Gleymi því aldrei.

 5. **Gerry & the Pacemakers – You’ll Never Walk Alone** 1:15 – Ég þarf víst ekki að segja mikið meira en: *”Walk on…walk on…with hope in your heart…and you’ll never walk alone”*. Við Liverpool menn eigum flottasta stuðningslag í heimi.
 6. **Pink Floyd – Comfortably Numb** – 3:30 – Byrjunin á besta gítarsóló allra tíma. David Gilmour uppá sitt allra, allra besta.
 7. **Beck – Golden Age** – 0:00 – Byrjunin á Sea Change. Beck er greinilega ekkert í alltof góðu skapi og það heyrist í röddinni þegar hann byrjar: *”Put your hands on the wheels… let the golden age begin”*. Hann hefur aldrei sungið jafnvel og þarna.
 8. **Molotov – Gimme tha Power** – 2:05 – Áróðurslag þeirra Molotov manna gegn mexíkóskum stjórnvöldum nær hámarkinu í baráttuslagorðunum í endanum, sem passa svo vel. En af þeim tónleikum, sem ég hef farið á, hefur ekkert jafnast við það að standa í miðri mexíkóa hrúgunni og öskra: *”Si nos pintan como unso huevones….No lo somos…Viva Mexico Cabrones!”*
 9. **The Steet – Empty Cans** – 5:00 – Mike finnur peninginn sinn og allt smellur saman. Og svo byrjar hversdagsleikinn aftur. Stórkostlegur endir.
 10. **Rage against the Machine -Killing in the Name** – 4:10 – Hoppandi og öskrandi *”Fuck you I won’t do what you tell me”* í Kaplakrika, 15 ára gamall. Mikið var það gaman.

Eflaust er ég að gleyma einhverju. En mér finnst þetta samt vera nokkuð góður listi.

3 thoughts on “10 Bestu lagabútarnir”

 1. Þekki ekki Molotov það vel en ég er fyllilega sammála þér með hina bútana, þeir eru yndislegir. Kæmust kannski ekki allir inn á topp10 hjá mér, en samt frábærir.

  Samt aðeins með Buckley – ég hefði frekar valið kaflann þegar hann syngur “kiss me, please kiss me, kiss me out of desire BABY not consolation” … ógeðslega flott hvernig hann segir orðið baby, hendir sér í falsettuna fyrir eitt helvítis orð … ohhh, það er svo flott! :biggrin:

 2. Já, sammála sumu.

  Á minn lista færi dómaraflautið í byrjuninni á ‘Paradise City’ með Guns’n Roses, rétt áður en rokkið byrjar fyrir alvöru.

  Og byrjunin á ‘Immigrant Song’ með Led Zeppelin.

  Og þegar Elliott Smith endurtekur “Everything Means Nothing To Me” aftur og aftur og aftur og lagið breytist úr píanói í risa-sánd.

Comments are closed.