1+7=1


Ég veit ekki með ykkur, en ég á voðalega erfitt að treysta banka, sem kann ekki einu sinni einfalda stærðfræði. Ég hélt að banka-auglýsingar ættu að vera traustvekjandi.

Kannski þarf ég að skipta um banka.

3 thoughts on “1+7=1”

  1. ehemm þar sem þú minntist ekki á það þá táknar þessi auglýsing að 7 fyrirtæki séu að sameinast undir einn hatt…semsagt Glitnir.

    Þannig sá ég auglýsinguna með þessu reikningsdæmi allaveganna í mogganum í dag. Ágætis auglýsing hjá þeim en ef þú hefur pikkað þessa auglýsingu annarstaðar upp þar sem vantað hefur útskýringuna þá virkar hún mjög heimskuleg.

  2. Reyndar táknar hún að ÁTTA fyrirtæki verða að einu því einn plús sjö eru ÁTTA…

    En þessi auglýsing fór reyndar mjög í taugarnar á mér vegna stærðfræði(van)kunnáttu…

Comments are closed.