Prófessorinn minn í sovéskri sögu heldur áfram að koma mér á óvart. Maðurinn er mesti snillingur, sem ég hef kynnst. Á miðvikudag sagðist hann ætla að gefa okkur tóndæmi með rússneskri tónlist. Ég hélt því að hann myndi spila af bandi. En nei, hann mætti bara með gítarinn og söng á rússnesku í hálftíma. Þvílíkur snillingur.