Júdas

Þegar ég var skiptinemi í Venezuela fyrir einvherjum 5 árum horfði ég alltaf á spænska boltann í sjónvarpinu. Uppáhaldsliðið mitt var (og er enn) Barcelona. Ég sá þá í fyrsta skipti Luis Figo spila og fannst mér hann alveg einstakur leikmaður. Síðan þá hefur hann verið uppáhaldsleikmaðurinn minn (reyndar fyrir utan þá, sem spila fyrir Liverpool).

Alveg þangað til í dag. Hvernig getur maðurinn farið til Real Madrid? Þetta er jafnslæmt og ef Robbie Fowler færi frá Liverpool til Man. United. Allavegana þá er Figo ekki lengur í miklu uppáhaldi hjá mér. Stuðningsmannaklúbbur Figo í Barcelona kom saman í gær og brenndi treyjurnar sínar merktum honum. Það segir meira en mörg orð.