Bloggið hjá Geir ber af. Enn ein snilldin birtist á síðunni í dag. Ég er sammála nær öllu, sem hann segir. Það eina, sem ég er ósammála er að ég vil einkavæða RÚV. Það eru reyndar engar hugmyndafræðilegar ástæður að baki.
Ég bý í Bandaríkjunum á veturna og er vanur því að hafa almennilega dagskrá. Þegar ég kom heim hefur mér bara blöskrað svo hvað dagskráin á RÚV er með eindæmum leiðinleg. Ef dagskráin væri almennileg þá væri ég sennilega sá fyrsti til að mótmæla öllu tali um einkavæðingu. Ég er bara ekki meiri hugsjónarmaður í þessu málefni.