Húrra fyrir 10-11. Loksins verslun, sem er opin allan sólarhringinn. Núna gæti ég t.d. farið og keypt mér mjólk eftir vinnu. Mig vantar reyndar ekki mjólk en ég gæti samt keypt mjólk. Það finnst mér gaman.
Ég held þó ekki að það þurfi að breyta nafninu, t.d. heitir 7-eleven, ennþá sama nafni, þótt þær búðir séu opnar allan sólarhringinn.
Sælir knattspyrnuáhugamenn.
Á næstunni, nánar tiltekið laugardaginn 4.sept verður haldin ein sú flottasta firma og hópakeppni sem sögur fara af. Þetta er árleg keppni sem við í knattspyrnudeild Aftureldingar höfum haldið á Tungubakkavöllum seinustu ár. Keppnin í ár verður ekki með hefðbundnu sniði og munum við ekki takmarka liðafjölda til keppninnar. Svæðið sem við keppum á hefur upp á að bjóða allt að átta velli og munum við nýta okkur það. Þetta er að öllum líkindum síðasta keppni sumars á grasi. Keppnin verður á 7-manna völlum og leikið samkvæmt reglum KSÍ. Í ár höfum við fengið til liðs við okkur nokkur fyrirtæki okkur til stuðnings og má t.d. nefna Domino’s pizza, og íslensk Ameríska sem mun gefa vinninga.
Vegleg verðlaun verða fyrir fyrstu sæti, sem og markmaður mótsins verður verðlaunaður, besti leikmaður, markakóngur og fleira. Dómgæsla verður til fyrirmyndar og munu lærðir menn fara yfir reglur með dómurum sem og dæma á mótinu. Auglýsingar verða hengdar upp um víðan völl á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku og mun þetta því ekki fara framhjá neinum. Kostnaður á hvert lið er kr. 12.000- en ef lið sjá sér fært um að mæta með fleiri lið er veittur afsláttur.
Skráning og frekari upplýsingar fást í síma 867-1461 eða á netfanginu boggason@hotmail.com
Vonandi sjáum við sem flesta af ykkur.
Kær kveðja
AFTURELDING