Gogol

Á morgun er ég að fara í próf í rússneskum bókmenntum. Viðfangsefnið er hinn mikli snillingur Nikolai Gogol. Ég á eftir að klára nokkra kafla af meistaraverkinu Dead Souls (ef þér leiðist, þá getur þú lesið alla bókina á þessari síðu).

Einnig á ég eftir að klára Taras Bulba, sem er úr sögusafninu Mir Gorod. Í tíma í gær horfðum við á myndina Taras Bulba, með Yul Brynner í aðalhlutverki. Það var afskaplega léleg mynd, en sagan er samt sem áður frábær.