Tónleikar

Í kvöld er ég að fara á Richard Aschroft (fyrrum söngvara The Verve), sem er að spila á Double Door, sem er klúbbur niðrí miðbæ. Ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast, þar sem ég veit ekki hvort hann spilar bara ný lög eða líka gamla The Verve slagara.

Miðarnir voru bara það ódýrir að ég ákvað að skella mér á þá. Miðarnir á tónleikana kosta jafnmikið og það kostaði fyrir okkur Hildi að komast inná White Star Lounge, sem er sennilega heitasti klúbburinn í Chicago í dag, síðasta laugardag, þ.e. 20 dollara.