Hannibal

Við Hildur fórum að sjá Hannibal í gær. Ég var búinn að heyra ýmsa misjafna hluti um þessa mynd, svo ég fór í raun ekki með of miklar væntingar á myndina. Hún var bara nokkuð góð. Hún er ekki nærri því eins góð og Silence of the Lambs, en samt fín.

Það þýðir ekkert að fara á þessa mynd og búast við einhverju líku fyrri myndinni. Ofbeldið í Hannibal er mun grófara, sem er galli. En á heildina þá var þetta bara fín mynd.