Ég var ýkt sáttur þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni, því allt í einu var engin umferð við hringtorgið, þar sem allt er vanalega stopp. Ég hélt að ég myndi núna fljúga heim á 40 mínútum. En nei nei, fimm mínútum seinna lenti ég í annari umferðarteppu, þannig að heimferðin tók klukkutíma og 10 mínútur.Ég er ekki alveg að fíla þessa umferð.