Ég er búinn að eyða deginum hérna heima að læra undir hagfræðipróf. Ég kláraði þýskuritgerð um Faust í gær og skilaðin henni í morgun og tók stutt þýskupróf.Dagurinn í dag hefur sem sagt farið í undirbúning undir fyrra hagfræðiprófið, sem er á fimmtudag. Það próf fjallar um hlutabréfamarkaðinn.
Eftir að hafa lesið um markaðinn í nokkra tíma tók ég mér langþráð kaffihlé áðan. Í hlénu fékk ég mér einn bolla af kaffi og las Wall Street Journal. Sumir myndu segja að ég ætti ekkert líf.