Hristo Stoichkov var einn af mínum uppáhaldsleikmönnum, þegar hann lék með Barcelona. Hann leikur núna með Chicago Fire, sem er besta liðið í MLS, bandarísku atvinnudeildinni. Ég og Hildur fórum á leik með þeim fyrir nokkru, en fyrir leikinn gat fólk fengið að taka myndir með uppáhaldsleikmönnum sínum.
Ég náttúrulega fékk að taka mynd með Stoichkov, en hann var mjög sáttur þegar hann sá að ég var mættur í Barcelona búning.