Í fyrsta skipti síðan ég bjó í Mexíkó var ég ekki heima um verslunarmannahelgi. Þannig að í staðinn fyrir að horfa á Jet Black Joe með vinum mínum var ég staddur hérna í Chicago í 40 stiga hitabylgju.
Okkur Hildi fannst þó nauðsynlegt að gera eitthvað þessa helgi og halda hana hátíðlega. Við fórum því í útilegu með Kate og Ryan, vinum okkar. Við keyrðum í 3 tíma suð-vestur af Chicago í Kickaboo State Park. Þar vorum við með flott tjaldstæði, þar sem við grilluðum grænmetisborgara (já, grænmetisborgara), kveiktum varðeld, átum heil ósköp af S’mores, spiluðum domino’s og drukkum Budweiser.
Þetta var svona amerísk útgáfa af verslunarmannahelgi og var mjööög gaman.