Hrekkjusvín.is

Björgvin Ingi skrifar mjög góða grein á hrekkjusvín.is, þar sem hann gagnrýnir hrekkjusvin.is, sem og önnur vefrit. Ég er nokkuð sammála greiningu hans á hrekkjusvínum.

Á hrekkjusvínum hafa verið birtar alltof margar leiðinlegar greinar um allt og ekki neitt (og hef ég ábyggilega skrifað einhverjar). Inná milli hafa þó leynst margar góðar greinar og tel ég að ritið eigi bjarta framtíð ef að vel tekst til með endurskipulaggningu.

Ég tel að það sé markaður fyrir vefrit, sem sé fjölbreytt og aðhyllist ekki endilega eina ákveðna stjórnmálaskoðun. Þrátt fyrir að hrekkjusvin þurfi að viðhalda fjölbreytninni þá er það rétt hjá Björgvini að ritið þarf að marka sér skýra ritstjórnarstefnu.