Ég var fyrir nokkrum dögum að tala um netfíkn mína. Ég á nefnilega nokkuð erfitt með að halda mér frá netinu og tölvupósti í langan tíma.
Í byrjun sumars ákvað ég að taka stórt skref og ég sagði upp áskrift að kapal internet tengingunni minni. Þannig að síðan þá hef ég þurft að skoða netið í gegnum 56k mótald, sem er óþolandi. Við þetta hefur hins vegar netnotkun mín (utan vinnu) minnkað mjög mikið.
Í póstinum í dag kom hins vegar bréf frá AT&T og vilja þeir endilega fá mig aftur í viðskipti. Þeir bjóða mér nú fyrstu 6 mánuðina á helmingsafslætti. Ég skal alveg viðurkenna að ég mun eiga mjög erfitt með að hafna því tilboði. Það er svo spurning hvernig þetta fari með mig.