Ég verð nú að segja einsog er að CV hjá þessari stelpu er mjög flott. Hún er einu ári yngri en ég, en er samt að byrja í Ph.D námi við Caltech. Það er ekkert smá flott. Caltech var einmitt valinn besti háskólinn í Bandaríkjunum af USNews árið 2000 (að mig minnir, hann er víst í 4. sæti núna. Minn er í 13. sæti.
Þessi stelpa var einmitt skiptinemi sama ár og ég var í skiptinemi í Venezuela. Síðan þá hefur hún greinilega verið aðeins duglegari í náminu en ég, því hún er að byrja í Ph.D námi, en ég á ennþá eftir að klára síðasta árið fyrir BS gráðu. Gott hjá henni.