Bíllinn var dreginn í morgun. Ég hafði lagt honum í götunni minni í gær en í morgun var verið að þrífa götuna, svo hann var dreginn í burt. Tekið skal fram að í gær voru ENGAR viðvaranir á götunni um það að það ætti að fara að hreinsa hana.
Ég er svo reiður að ég gæti öskrað. Reyndar er ég búinn að öskra. Svo að Hildur þurfi ekki að þola fleiri öskur, þá ætla ég að öskra á netinu: DJÖFULL OG DAUÐI!!!!!!!!!!!!
Ah, nú líður mér aðeins betur.
Það kostar einmitt 110 dollara að fá bílinn aftur. Ég verð brjálaður að hugsa um hversu skemmtilegra væri að nota 110 dollara í eitthvað annað.