Lærir fólk ekkert í Caltech?

Ég neita að trúa því að fólk Caltech viti ekki hvað Hooke lögmálið sé!!!!!!.

Einn vinur minn í knattspyrnuliðinu komst inní bæði Northwestern og Caltech. Hann valdi Northwestern af því að honum fannst vera svo margir nördar í Caltech. Mér finnst alveg vera nóg af nördum í Northwestern. Nördarnir í Caltech virðast þó ekki vera alltof klárir samkvæmt Árdísi, sem lærir þar.

Ég veit ekki hvað Hooke lögmálið er, þrátt fyrir að ég hafi lært eðlisfræði í tvær vikur í Verzló.

Mér finnst það frekar skrítið að ég skuli vera með stúdentspróf í eðlisfræði.