Procter & Gamble

Ég er ennþá á bókasafninu (reyndar svaf ég heima í nótt). Eftir mikla leit fann ég loksins fyrirtæki til að skrifa um. Ég ætla að skrifa um Procter & Gamble. Þetta er einmitt fyrirtæki, sem allir (sem eru í samkeppni við þá) elska að hata. Procter og Gamble á Íslandi eru með rosa flotta heimasíðu.

Annars er Procter & Gamble ansi merkilegt fyrirtæki. Þeir eru brautryðjendur á mörgum sviðum markaðsfræðinnar, svo sem í “brand management”. Þeir eru líka að mati sumra djöfladýrkendur.

Hins vegar er ég orðinn svo hrikalega spenntur fyrir Liverpool-Roma, sem er á ESPN eftir um einn og hálfan tíma að ég get varla lært.