Ég var að klára stjórnmálafræðiritgerðina mína í morgun og núna er ég strax byrjaður á lokaritgerð fyrir félagsfræðitímann.
Ég er hins vegar búinn að komast að því að allar bækurnar, sem ég hef áhuga á eru í útláni.
Ég þarf að fjalla um eitthvað ákveðið fyrirtæki og þeirra “corporate culture”. Fyrst datt mér í hug að fjalla um Apple, en allar góðu Apple bækurnar voru í útláni. Því næst var Sony, svo Amazon.com, svo Pets.com. Allar voru þessar bækur í útláni. Skrítið…