Partíið í gær var nokkuð skemmtilegt. Við sáum þegar við komum að fimm dollararnir (sem við borguðum fyrir bjórinn) voru til styrktar baráttu gegn Taco Bell. Partíið hét hvorki meira né minna en “Revolution Party”. Baráttan gegn Taco Bell er tískufyrirbrygði meðal nokkurra vina minna, vegna þess að Taco Bell borgar þeim, sem tína tómata fyrir þá, afskaplega lág laun og er vinnuaðstæðunum líkt við þrælahald. Sennilega gott málefni, ég hef ekki kynnt mér það nóg. Ég á þó nokkuð auðvelt með að sniðganga Taco Bell, þar sem mér þykir maturinn þar hræðilega vondur.
Allavegana, þá var partíið fínt og allir voða hressir.