Í kvöld erum við Hildur að fara að sjá snillinginn Ben Folds, en hann er að spila í The Vic, sem er sami staðurinn og við sáum Air og Sigurrós spila.
Við ætlum að kíkja á ítalskan stað þarna rétt hjá fyrir tónleikana og kíkja svo á einhverja bari á eftir.