Á morgun er ég að fara í próf í alþjóðafjármálum og svo á þriðjudag er það hagmælingatíminn minn.
Ég er orðinn dálítið stressaður, sem ég veit í raun ekki hvort er gott eða vont. Stundum finnst mér ég kunna allt og þá verð ég ennþá stressaðri en vanalega. Ég er þá hræddur um að ég sé að gleyma einhverju.
Það er samt ekki gott að vera alltof rólegur þegar maður fer í próf. Það er gott að vera dálítið ofvirkur rétt fyrir próf.
Dagurinn í dag er búinn að vera leiðinlegur. Hápunktarnir voru þegar ég bakaði bandarískar pönnukökur (blandaði saman tilbúnu deigi og vatni og hellti á pönnu) og síðan horfði ég á The Simpsons. Jei.
Gærdagurinn var ekki mikið meira spennandi. Ég ákvað að fara í aukatíma í hagfræði eftir að ég horfði á Liverpool vinna Middlesboro. Ég fór aðallega í tímann til að forðast það að horfa á háskólakörfubolta allan daginn. Í gærkvöldi kíktum við Hildur svo heim til Ryans, þar sem við vorum eitthvað að spjalla fram á nótt.
Ég vildi að ég gæti bara spólað áfram svo sem tvo daga.