Þegar ég vaknaði í morgun var kominn snjór fyrir utan. Ég þurfti því miður að skila spólu á Blockbuster og því þurfti ég að hlaupa úti í 10 stiga frosti.
En mér er bara alveg sama af því að við erum að fara til Florida á morgun. Jibbíííí.
Við Hildur erum að fara með Dan og Victoriu, vinum okkar. Við ætlum að leggja af stað snemma á morgun og keyra allan daginn niður til Panama City Beach, en það er að ég held 19 tíma keyrsla. Við gistum þar á einhverju ódýru móteli og ætlum að vera 7 daga.
Það verður vonandi fjör. Þetta er lang vinsælasti spring break staðurinn og ég held að um hálf milljón háskólanemar séu þarna í marsmánuði. Hildur stefnir á að komast í “Girls Gone Wild, Spring break 2002”
Ég veit ekki hvort ég skrifi eitthvað frá Florida. Ég efast stórlega um það.