Jammm, við Hildur erum að fara ásamt Dan á Chicago White Sox – New York Yankees, sem verður á Comiskey Park í kvöld.
Ég þoli ekki White Sox af því að ég er Cubs aðdáandi og ég þoli ekki Yankees af því að þeir eru leiðinlegir og eru auk þess í einhverju markaðssamstarfi við lið djöfulsins. Ég held samt að ég haldi frekar með White Sox.
Dan er frá Boston og hann hatar Yankees meira en hagfræðiverkefni, þannig að hann verður sennilega heitur í kvöld. Hann ætlar líka að mæta í Giambi Sucks!! bolnum sínum. Það verður fjör!