Ég veit að ég ætti sennilega ekki að vera að pirra mig á Múrsskrifum um Bandaríkin. Hatur þeirra á Bandaríkjunum virðist vera ótakmarkað. En samt, þá verð ég að mótmæla því, sem er skrifað í dag. Í grein, sem heitir Hausinn af! skrifar Katrín Jakobsdóttir þegar hún talar um hugsanlega árás Bandaríkjanna á Írak:
Þessi saga gæti minnt á núverandi ástand. Hegðun vestrænna þjóða virðist benda til þess að þeim sé sama um það að arabaþjóðir séu skotnar í tætlur. Þetta gæti stafað af djúpstæðum ótta við það sem er framandi og öðruvísi.
Það að líkja Bandaríkjunum og væntanlega George Bush við Hitler er ótrúlega lágt lagst. Það væri í raun fáránlegt fyrir mig að vera að telja upp ástæður fyrir því af hverju það er slappt að líkja Bush við Hitler.
Ég er ekki búinn að gera upp hug minn á því hvort ég sé fylgjandi árás á Írak. Ég, einsog sennilega margir Múrsmenn tók þátt í nokkrum mótmælum gegn viðskiptabanninu á Írak fyrir nokkrum árum. Ljóst er að það bann hefur aðeins styrkt Saddam Hussein í sessi. Þeir á Múrnum eru mér eflaust líka sammála um það að Hussein er hræðilegur forseti og að íbúar Íraks myndu vera mun betur af án hans. En þá er spurning hvað hægt sé að gera til að hjálpa saklausu fólki í Írak? Er árás kannski eina lausnin?
Uhhh.. eða að aflétta viðskiptabanninu… eða finnst þér það allt í einu góð hugmynd?
Það er spurning hvort það virki. Ég er á því að viðskiptabannið sé afskaplega misheppnuð hugmynd og geri ekkert nema að styrkja Saddam og valda hungursneið í landinu. Ég er samt ekki viss um hvort það að aflétta viðskiptabanni á Írak myndi hafa þau áhrif að Saddam Hussein myndi missa völdin.
Ég er viss um að Castro myndi missa völdin á Kúbu ef viðskiptabanninu yrði aflétt, þar sem Kúba er svo stutt frá áhrifum Bandaríkjanna, en ég held að í Írak gæti Hussein styrkst í sessi. Annars er sennilega allt sniðugara en þetta viðskiptabann.
Ég las grein í Time um daginn, þar sem var talað um að Castro sjálfur væri allt í einu orðinn á móti viðskiptabanninu á Kúbu! Þannig að hann rær því nú öllum árum að reyna að fá því afléttl, og er orðinn samvinnuþýður við BNA. Þar var til dæmis bent á að hann lét ekki svo mikið sem að hnykla aðra augnbrúnina þegar Bandaríkjamenn fóru að flytja stríðsfanga til Guantanamo Bay. Menn telja að þetta sé svona eitthvað; Eftirsjá-í-ellini-syndrom hjá kallinum.
En sá galli er á gjöf Njarðar að Bush sjálfum er lítið gefið um samvinnuþýði karlsins Castro, því það er honum í hag að bróðir hans (eða frændi eða whatever) á mikið undir því að halda fylgi í Flórída hjá fólki sem er fylgjandi þessu banni, í næstu fylkisstjórakosningum.
Mér fannst þetta bara frekar fyndinn vinkill, þegar farið er að tala um að nú sé fokið í flest skjól, því meira að segja Castro sé orðinn á móti viðskiptabanninu!
Úff.. flokkast þetta undir að misnota komment, að besserwissera svona rosalega hérna? :confused:
ps. Mikið er síðan þín annars flott eftir að þú settir upp MT….
Nei, þú mátt endilega besserwissa sem mest.
Ég skil ekki alveg hvers vegna Castro ætti að vera á móti banninu, því það er, að mínu mati, það eina, sem heldur honum við völd. Ég hef alltaf talið að fyrrum Kúbverjar, sem búi á Miami, beiti rangri stefn. það er, að vera fylgjandi því að herða viðskiptabannið. Það er nefnilega þannig að Castro (líkt og Saddam Hussein, að ég held) notar viðskiptabannið sem afsökun fyrir öllu, sem illa gengur. Ef banninu yrði aflétt þyrfti hann sjálfur að útskýra mistök sín í stað þess að kenna Bandaríkjunum um allt.
ps. Takk fyrir hrósið.:smile: Moveabletype er alger snilld. Ég er alltaf að sjá nýja og skemmtilega hluti, sem fólk er að gera. Það er greinilegt að fullt af sniðugu fólki notar forritið, sem er duglegt við að finna upp skemmtilegar nýjungar.
Já, hann Kastró kallinn hefur verið duglegur að kenna Bandaríkjunum um sínar syndir. En a.m.k. er TIME á því að hann sé hættur að vera fylgjandi banninu.
Hvað Írak varðar, þá er ég líka mjög tvístígandi varðandi árás. Ég er ekkert viss um að það skili neinu í “stríðinu gegn hryðjuverkum”, en Bandaríkjamenn vildu auðvitað glaðir sjá Hussein steypt af stóli…
Það er líka kannski pínulítið seint í rassinn gripið að aflétta viðskiptabanninu, en betra er seint en aldrei, það myndi örugglega ekki styrkja stöðu Husseins að gera það.
Movable Type er alveg frábært. Ég er búin að vera að dunda mér við að setja þetta upp hjá okkur, en ég er svo lengi að hanna útlitið af því að ég kann næstumþví ekkert í CSS eða html. Þetta er reyndar alveg frábær aðferð til að læra það.
Jamm, ég er nokkuð sammála þér.
Varðandi Movabletype, þá eru default template-in, sem er boðið uppá nokkuð góð. Ég myndi nota þau til að byrja með og svo breyta þeim smám saman til að fá unique útlit.
Það verður gaman að fá fleiri notendur á MT, því það býður uppá svo skemmtilega eiginleika einsog t.d. Trackback, sem er rosalega sniðugt þegar margir eru komnir með það á sínum heimasíðum. Ef þig vantar einhverja hjálp, láttu mig vita. :biggrin2:
Fyrst það er í lagi að besserwissera þá ætla ég að slást í hópinn. Ég heyrði um daginn (að ég held á BBC) góða umfjöllun um hvers vegna Bush vill ekki afnema viðskiptabannið á Kúbu. Það hefur ekkert að gera með Castro lengur. Málið er, eins og Erna kemur inná, að kúbanskir “flóttamenn” á Flórídaskaga eiga mikið undir sykurframleiðslu. Ef viðskiptabanninu yrði aflétt þá myndu þeir tapa gríðarlega á því. Þetta myndi valda því að litli Bush myndi jafnvel tapa en hann sækir víst mikið af atkvæðum til kúbanskra innflytjenda. Rökin fyrir þessu viðskiptabanni eru því nokkuð áþekk þeim er eiga við stáltollana, þ.e. einkahagsmunir Bush fjölskyldunnar. 😡
Bush virðist taka að fara í taugarnar á bæði vinstri- og hægri mönnum, sem er mikið afrek.
Ég var nokkuð sammála grein Jóns Steinssonar á Deiglunni, þar sem hann sagði að efnahagsstefna væri hræðileg. Efnahagsstefna hans virðist byggjast á því að safna atkvæðum í þeim ríkjum, sem skipta máli í næstu kosningum. Allir þessir verndartollar og bændastyrkir eru náttúrulega fáránlegir og svo verður hallinn á ríkissjóðnum gríðarlegur.
Svo getur hann náttúrulega kennt 11. september um allt. 😡
Afhverju er það svona ótrúlega lágt lagst að líkja Bush í þessu við Hitler? Var Hitler t.d. ekki að verja Þjóðverja í Dansig gegn ágangi Pólverja(að hans sögn), fór hann ekki að sinni sögn inn í Pólland í þeim tilgangi að stöðva árásir pólskra hermdarverkamanna á Þjóðverja?
Var útbreiðsla þýska ríkisins ekki í þeim tilgangi að hans sögn að tryggja öryggi Þýskalands?
Ef menn líta hlutlaust á söguna en ekki með yfirskyni þess að einn sé svo vondur að aðrir geti ómögulega líkst honum þá er útþennsla Bush ekki ósvipuð útþennslustefnu Hitlers.
Sérstaklega finnst mér óaðlaðandi sú hugmynd Bush að hann eigi rétt á að valsa inn hvar sem hann vill bara ef honum líki ekki við aðra valdhafa á viðkomandi stað.
Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu. Ef þú heldur virkilega að innrásin í Afganistan sé eitthvað í líkingu við innrás Hitlers í Pólland, þá er sennilega fátt, sem ég get sagt, sem getur breytt skoðun þinni.
Bush hefur hingað til aðeins ráðist inní Afganistan (eftir að ráðist var á Bandaríkin) og því er ekki viðeigandi að tala um að hann sé “að valsa inn hvar sem hann vill bara ef honum líki ekki við aðra valdhafa á viðkomandi stað.”
Utanríkisstefna Bandaríkjamanna byggist á því að vernda hagsmuni landsins. Alveg einsog utanríkisstefna Íslands og allra annarra landa í heiminum. Ríkisstjórn Afganistan var vinveitt hryðjuverkamanni, sem réðst á Bandaríkin og því var innrásin að vissu leyti réttlætanleg. Ég efast líka um að einhver haldi því fram að íbúar Afganistan séu verr komnir nú en þegar þeim var stjórnað af Talíbönum.
Saddam Hussein réðst inní lítið land en gafst endanlega upp og skrifaði undir vopnahlés sáttmála, sem hann hefur ekki virt. Ég efast ekki um að íbúar Íraks verði mun betur staddir ef hann fer frá völdum. Ég tel að það rétta í stöðunni sé að hjálpa þegnum Íraks. Ef einhver hefur betri leið til að koma Saddam frá völdum, þá mætti hann benda mér á þá leið.
Þetta er kannski dauður þráður en mig langar bara að bæta örlitlu við þetta.
Ég held að það sé blekking að réttlæta innrás í Írak með því að verið sé að rétta Írökum hjálparhönd. Með sömu rökum væri hægt að ráðast inn í helv. mörg lönd og ef það væri hugsanlega eitthvað til í þessum rökum þá væri það helst fyrir USA að ráðast inn í Ísrael og reyna að rétta það ömurlega hlutskipti sem Palestínumenn búa við og má að stórum hluta rekja til USA.
Nei, við skulum ekki vera í einhverjum blekkingaleik. Það eru einvörðungu hagsmunir USA sem valda því að USA leggur nú á ráðin um að ráðast inn í Írak og svarið við spurningunni um það hvort menn eru fylgjandi innrás veltur á afstöðu manna til þess hve langt einni þjóð er leyfilegt að ganga til að tryggja hagsmuni sína, efnahags- og varnarlega. Eða halda menn t.a.m. að viðskiptabannið hafi verið sett á til að tryggja hagsmuni Íraskra borgara?
Það sem veldur manni svo hvað mestu hugarangri er það að USA og UK virðast vera einu þjóðirnar sem ætla að standa í þessu brölti, ráðast inn í annað sjálfstætt ríki, og að því er virðist í óþökk “alþjóðasamfélagsins”. Eru þetta tilburðir sem við viljum sjá á 21. öldinni? Höfum við svona lítið lært af fyrri mistökum?
Ég veit að Bandaríkjamenn eru náttúrulega fyrst og fremst að ráðast á Írak til að vernda eigin hagsmuni.
Það má hins vegar spyrja sig að því, hvort alþjóðasamfélagið ætti ekki að gera eitthvað til að hjálpa þegnum Írak. Það er ljóst að flest af vandamálum fólksins eru tengd Saddam Hussein og að viðskiptabannið hefur ekki haft nein áhrif. Því er spurning hvaða aðrar leiðir er hægt að fara til að hjálpa þessu fólki. :confused:
Ég er á því að USA séu enn og aftur að reyna hilma yfir eigin draugagang.
þegar keisaranum í Íran var steipt af stóli 1979 og klerkastjórnin tók við studdu USA saddam í því að ráðast á íran og mokuðu í hann efnavopnum og fleiru sem kalla mæti gereyðingarvopn. svo þegar hann snýst í höndunum á þeim og ræst á kúveit varð hann nátúrulega vondur, því hann stjórnaðist ekki lengur af hagsmunnastefnu USA.
Það kom svo í hausinn á þeim í persaflóastríðinu.
Vitanlega er Saddam vondur en forsemdur árásana eru rangar.
það sem USA óttast er að fá eiginn mistök í hausinn.
😡