Elvis

Ef ég skildi einhvern tímann gleyma því hvenær ég á afmæli, þá er ég alltaf minntur á það daginn áður. Það er nefnilega svo að Elvis Presley dó aðeins nokkrum klukkutímum áður en ég fæddist.

Þessi grein í The Guardian talar um hvernig Elvis Presley varð frægur á því að stela tónlist frá svertingjum. Athyglisverðar umræður á Metafilter.

Chuck D. sagði:

Elvis was a hero to most
But he never meant shit to me, you see
Straight up racist that sucker was, simple and plain
Motherfuck him and John Wayne

Eminem sagði:

No, I’m not the first king of controversy
I am the worst thing since Elvis Presley to do black music so selfishly
and use it to get myself wealthy

Það er spurning hvort ekki sé of mikið gert úr því að hann sé “konungur rokksins”? Hann samdi ekki einu sinni lögin sín sjálfur.

10 thoughts on “Elvis”

  1. Einsog í svo mörgu öðru er þetta ekki spurningin um hvað þú gerir, heldur hvernig! Sjáðu t.d. Frank Sinatra, maðurinn var ótrúlegur snillingur, ekki vegna þess að hann var bara hæfileikaríkur söngvari (sem verður ekki af honum tekið) heldur kunni hann að koma sér á framfæri og markaðssetja sig rétt – rétt einsog Elvis hefur verið gerður frá því hann lést. Markaðssetningin í kringum Elvis, Graceland og allt þetta rugl er ótrúlega árangursrík, sjáðu t.d. þetta lélega lag sem tröllreið öllu fyrir nokkrum vikum, einshver segulbandsupptaka af “kónginum” sett í nútímalegan búning og búmm! komið á vinsældalista um allan heim, bara af því þetta er með Elvishi.

  2. Samkvæmt því sem Ágúst segir þá yrði maður að líta á Britney Spears og Nsync sem mikla hæfileika menn. Ég veit nú ekki hve margir eru tilbúnir til að taka undir þá staðhæfingu.
    Það er hinsvegar ljóst að á sínum tíma var öllu auðveldara að skapa “múgæsing” en nú þegar það er svo margfalt meiri afþreying í boði.

  3. Það er ekki mín skoðun! En þetta er bara spurning, er velgengni merki um hæfileika?

    Getur ekki verið að velgengi Elvis hafi byggst að miklu leyti á markaðssetningu, t.d. með kvikmyndum og djörfum mjaðmasveiflum sem voru nóg til þess að hann var álitinn útsendari djöfulsinns af eldri kynslóðinni? Það virðist vera óbrigðult ráð að hneyksla eldri kynslóðina til þess að öðlast hylli þeirrar yngri. Önnur dæmi eru t.d. Bítlahárið, og aggressív framkoma Eminem.

    Að mínu mati er þetta eitt ekki nóg til að flokkast sem hæfileikaríkur listamaður.

    Það vill brenna við að menn skoða fortíðina aðeins með rómantískum augum, frekar en gagnrýnum. Það er ansi margt t.d. í tónlist, og alveg sérstaklega bíómyndum (Elvis lék í 30 myndum á 14 árum) sem stenst enganveginn samanburð við það sem er verið að gera núna þegar fortíðarhulunni hefur verið svipt af.

    En varðandi meintan stuld Elvis, það finnst mér það ansi sterklega tekið til orða að tala um stuld ef menn eru bara að meina að hann hafi “stolið” tónlistarstefnu og dansstíl.
    En svosem heldur ekki sanngjarn að eigna honum það.

    Ég er nú enginn Elvis aðdáandi, né tónlistarsögu gúru, en mér datt svona í hug hvort menn myndu sættast á að kalla hann rokk-kóng síns tíma, og leyfa öðrum að komast að núna, það er alveg ófært að hafa kóng sem hefur verið dáinn í 25 ár!

  4. Já, nákvæmlega. Hvað þarf eiginlega einn listamaður að gera til að geta tekið titilinn “konungur rokksins” af Elvis?

    Hann þyrfti sennilega að semja 15 metsölulög í röð á meðan hann finnur lækningu við krabbameini og semur um frið í heiminum. :confused:

  5. Britney Spears er kannski hægt að dæma eftir nokkur ár en ef við lítum t.d. á ABBA, þá er það vissulega snilldarhljómsveit, þó ekki væri nema bara fyrir það að tónlistin er ennþá spiluð í massavís og mér vitrari menn í tónlist segja mér að tónlistarlega séð sé þetta mjög vel samin tónlist. Sjálfur held ég að Britney eigi (því miður?) eftir að lifa mun betur en t.d. Spice Girls sem verða að mestu gleymdar eftir 20 ár.

    Markaðssetningin hefur mikið að segja, ekki bara til skamms tíma, heldur líka til langtíma. Ef dánarbúið væri ekki svona vel rekið væri Elvis-æðið ekki lengur við lýði. Bítlaæðið er löngu dautt, þó margir haldi ennþá upp á þá. M.a.s. Anthology Bítlanna dugði skammt, ekki vegna þess að þeir gerðu ekki nægilega góða tónlist, heldur vegna þess að markaðssetnignin hefur ekki verið eins góð. Á meðan eru Rolling Stones í miklu betri málum. Vissulega ekki meðal bestu hljómsveita í dag að neinu leyti, nema þá reynslu, en vinsældirnar eru ótrúlegar – enda rétt markaðssettir, þetta eru jú The Rolling Stones og Mick Jagger er flott, þótt hann líti út einsog útbrunnin dragdrottning.
    Talandi um Frank Sinatra, þá má benda á að vinsældir Dean Martin í dag eru litlar, þrátt fyrir að þar væri ekki síður hæfileikríkur maður á ferð, ólíkur Frank en um margt hæfileikarríkari. Hann aftur á móti hafði ekki áhuga Franks á að verða stærstur, flottastur, frægastur. Hann vildi frekar spila golf. Frank vann sér vinsældir en Dino vann í forgjöfinni sinni og er lítið þekktur meðal fólks í dag, á meðan vita allir hver Frank Sinatra var.
    Hæfileikarnir eru ekki allt, heldur hvernig þér tekst að koma þeim á framfæri (sjálfur eða einsog í dag með aðstoð heilu hersveitanna af ráðgjöfum).

  6. Já, og ef einhver myndi fara að kalla sig (eða væri kallaður) “konungur rokksins”, myndi viðkomandi örugglega vera sektaður á grundvelli höfundarréttarlaga 😉

  7. Það er gott og gilt að menn tali um að þessi og hinn sé konungur rokksins.Ég hef skoðun eins og margir á þessum málum og mín skoðun er sú að maður er það sem maður hlustar á og horfir á sem sagt allir þessir menn hafa átt fyrirmyndir sem þeir notast við og gera svo að sínum eigin þetta kallast þróun.T.d Jimi Hendrix tók og notaði marga þætti frá öðrum og notaði þetta sér til framdráttar.En maðurinn var og verður kallaður snillingur.En þetta er bara mín skoðun og hún þarf ekki að vera algild.

  8. Það bara hlítur að vera að elvis hafi verið meiri háttar listamaður því þrátt fyrir að hann hafið dáið fyir 26 árum hafa vinsældir hanns ekkért minnkað!!!!!!! 🙂 svo að verið þið bara ekkert að bulla eithvað kjaftæði um að hann sé ekki neinn listamaður allavega þið sem voruð ekki einusinni til þegar að hann var á lífi 😡 þið hafið ekki hugmynd um hvernig hann var þótt þið hafið séð eithvað með honum sem að einginn er kanski að fíla núna í nútímanum en fólk geri það í gamla daga :confused:

Comments are closed.