Hin magnaða leitarvél Google hefur nú sett af stað fréttaþjónustu. Reynar er þetta aðeins Beta útgáfa. Þetta lofar hinsvegar góðu. Síðan mun virka þannig að þær fréttir, sem eru oftast skoðaðar munu fá meiri athygli á síðunni. Þannig munu tölvur Google sjálfvirkt leggja áherslu á vinsælustu fréttirnar.
Annars er það að frétta af mér að mig langar í þessa myndavél. Svakalega flott!