Jammm, ótrúlegt en satt þá er nágranni minn, Guðni Ágústsson vinsælasti ráðherra landsins. Af hverju í ósköpunum? Getur einhver nefnt mér einn hlut, sem hann hefur framkvæmt landsmönnum til hagsbóta síðustu fjögur ár??
Ágúst Flygenring skrifar hugleiðingu um þetta á Frelsi.is. Hann skilur heldur ekki neitt í þessum vinsældum Guðna. Ég horfði á Guðna í Kastljósinu á mánudag, þar sem hann snéri útúr öllum spurningum þáttastjórnenda. Þegar hann var spurður útí hátt verð á landbúnaðarvörum gaf hann það í skyn (einsog vaninn er hjá flestum ráðherrum þessarar ríkisstjórnar) að þetta væri allt kaupmönnum að kenna (hann gleymdi þó að minnast á Baug). Þetta er náttúrulega bara bull.
Það fer líka einstaklega mikið í taugarnar á mér þegar Guðni kemur með þetta rugl um að íslenskar landbúnaðarvörur séu svo obbbbboslega góðar. Hvaða rugl er þetta? Kjúklingarnir, sem ég kaupi útí Melabúð er alveg jafn góðir og þeir, sem ég keypti í Jewel búðum í Chicago. Munurinn er bara sá að kjúklingarnir í Chicago voru margfalt ódýrari. Ég rek veitingastað og fyrir tveimur vikum hættum við alltíeinu að fá íslenska tómata og fengum erlenda í staðinn. Trúið mér, það tók enginn eftir þessum skiptum, enda eru þessir erlendu tómatar alveg jafn góðir. Það er ekkert “töfrabragð” í íslenskum landbúnaðarvörum. Munurinn á þeim og evrópskum og bandarískum landbúnaðarvörum er bara sá að þær íslensku eru dýrari.
já og meðan ég man.
Eins mikil snilld og Serrano er þá finnst mér að burrito mjúku mættu vera aðeins heitari þegar maður fær það (hana?) í hendurnar.
Er það ekki annars plottið.
Annars lýsi ég yfir fullnaðarsigri Serrano á sjálfum mér. Toppstaður.
Gangi ykkur vel strákar.
,,Getur einhver nefnt mér einn hlut, sem hann hefur framkvæmt landsmönnum til hagsbóta síðustu fjögur ár”
Má ekki segja svipaða hluti um flest alla (ef ekki alla) ráðherra í núv. ríkisstjórn? Það er búið að vera óttalegur aumingjabragur á ríkisskútunni síðustu misseri. :biggrin2: