Mac Safari

Þá er MacWorld búinn og því miður rættist ósk mín um nýjan iPod ekki. Það verður því einhver töf á því að ég fjárfesti mér í slíkum grip.

Apple kynntu hins vegar alveg svakalega flotta 17 tommu Powebook fartölvu. Það er hreint með ólíkindum stór skjár fyrir fartölvu. Einnig kynntu þeir pínkulitla 12 tommu fartölvu.

Einnar merkilegasta tilkynningin var sú að Apple hefur gefið út nýjan browser, sem ber heitið Safari. Það hefur nú síðastu mánuði (eftir að OSX Jagúar kom út) verið helsti gallinn við Apple að allir browserar fyrir mac eru mun lélegri en Microsoft Explorer fyrir PC. Nú vonandi verður breyting á.

Safari er enn sem komið er í Beta útgáfu en hann lofar góðu. Ég er auðvitað byrjaður að nota þennan browser og þessi færsla er skrifuð í honum. Útlitslega þá er einfaldeikinn í fyrirrúmi, sem er gott. Safari virðist keyra síður mjög hratt og hann gerir það nokkuð vel (betur en til dæmis Netscape). Allar mínar nýju síður koma bara nokkuð vel útúr honum og þessi síða virðist koma alveg einsog ég ætlaði. Eina vandamálið sem ég sé er að hún höndlar iframe ekki nógu vel, þannig að rss yfirlitið mitt verður pínkuponsu bjagað.

Annars eru hérna umræður á Metafilter um MacWorld. Hér eru svo pælingar Menu Trott, Movabletype sérfræðings (og mac notenda) um Safari. Hún vísar svo á frekari umfjallanir um þennan nýja browser.

p.s.Ég var að bæta inn bookmarks í þennan nýja browser. Þá komst ég að titillinn á hinni ágætu heimasíðu Íslandsbanka er eftirfarandi:

Isb.is – Íslandsbanki á netinu – Alhliða fjármálaþjónusta s.s. bankaviðskipti, lán, verðbréf, fjármál, viðskipti, sparileið, verðbréfareikningur, framtíðarreikningur, georg, menntabraut, fríkort, valkort, vildarþjónusta, netgreiðsla, eignastýring, fasteignir, banki, þjóðskrá, gengi, lán, verðbréf, hlutabréf, bílalán, gjaldeyrir, tékkar, kreditkort, debetkort, yfirdráttur, víxill, alvíb, lífeyrissparnaður, lífeyrir, greining, netbanki, heimabanki, ergo, vib, glitnir, isl, isbank, xy, félagabanki, iceland, bank, stock, currency, bankaútibú, hraðbanki, hraðbankar, uppleið, hlutdeild, heiðursmerkið, bílar, húslán, skuldabréf, hlutabréfasjóðir

Er ekki allt í lagi með fólk? Á þetta ekki heima í meta upplýsingum?

2 thoughts on “Mac Safari”

  1. Með því að hafa lykilorðin í titli þá vonast þeir til þess að fá hærra ranking á leitarvélum en ef þau væru í meta-tögum

  2. Jamm, en það er samt hallærislegt að Íslandsbanki skuli vera með einhver svona trix. By the way, ef ég segi aftur “Íslandsbanki” Íslandsbanki Íslandsbanki, ætli ég komist ofarlega á leit.is :biggrin2:

Comments are closed.