Ekkert stríð fyrir olíu..?

N.B. Ágúst Flygenring er búinn að benda á báðar greinarnar, sem ég ætla að skrifa um. Hér og hér

Thomas Friedman spyr sig hvort hugsanlegt stríð við Írak myndi snúast um olíu. Svar hans er “já, að minnsta kosti að hluta til”. Hann spyr hins vegar í framhaldi annarar spurningar, það er hvort það sé réttlætanlegt að heyja stríð að hluta til vegna olíu.

Það er náttúrulega augljóst að Bandaríkjamenn gera aðrar kröfur til Íraka heldur en annarra þjóða heims. Þetta er augljóst á því hvernig þeir taka til að mynda með algjörum silkihönskum á kommúnistum í Norður-Kóreu, sem svelta þjóð sína en hafa nóga peninga til að framleiða kjarnorkuvopn.

Friedman spyr sig hvort það sé eitthvað athugavert að Bandaríkjamenn vilji hafa einhver áhrif á olíulindir Íraka. Er virkilega betra að Saddam Hussein skuli ráða yfir þeim. Það er augljóst að Íraska þjóðin hefur ekki notið góðs af olíuauðlindunum, heldur hafa peningarnar farið í að byggja upp herinn og hallir handa Hussein.

Það, sem fær hins vegar Bush til að líta illa út er að almenningur í öðrum löndum er á því að Bandaríkjamenn muni nota olíuna svo þeir geti haldið uppi sínum orkufreka lífstíl. Bandaríkjamenn nota langmest allra þjóða í heimi af olíu og vinsældir jeppa þar í landi hafa aldrei verið meiri. Þeir hafa líka neitað að samþykkja Kyoto samninginn og því álíta margir að Bandaríkjamönnum sé nákvæmlega sama um umhverfið og að þeir vilji bara halda að keyra á sínum jeppum og menga meira en allar þjóðir.

Friedman álítur að Bush eigi að koma því til skila að ef olíulindunum er komið úr höndum Hussein þá verði það allri heimsbyggðinni til góða, ekki bara Bandaríkjamönnum. Olía er aðaleldsneytið um allan heim og því yrði það gott fyrir viðskipti um allan heim ef olíunni yrði komið úr höndum Hussein til ábyrgari aðila.

Friedman segir:

I have no problem with a war for oil ? if we accompany it with a real program for energy conservation. But when we tell the world that we couldn’t care less about climate change, that we feel entitled to drive whatever big cars we feel like, that we feel entitled to consume however much oil we like, the message we send is that a war for oil in the gulf is not a war to protect the world’s right to economic survival ? but our right to indulge. Now that will be seen as immoral.

And should we end up occupying Iraq, and the first thing we do is hand out drilling concessions to U.S. oil companies alone, that perception would only be intensified.

And that leads to my second point. If we occupy Iraq and simply install a more pro-U.S. autocrat to run the Iraqi gas station (as we have in other Arab oil states), then this war partly for oil would also be immoral.

Hann lýkur svo greininni á þessum orðum:

If, on the other hand, the Bush team, and the American people, prove willing to stay in Iraq and pay the full price, in money and manpower, needed to help Iraqis build a more progressive, democratizing Arab state ? one that would use its oil income for the benefit of all its people and serve as a model for its neighbors ? then a war partly over oil would be quite legitimate. It would be a critical step toward building a better Middle East.

So, I have no problem with a war for oil ? provided that it is to fuel the first progressive Arab regime, and not just our S.U.V.’s, and provided we behave in a way that makes clear to the world we are protecting everyone’s access to oil at reasonable prices ? not simply our right to binge on it.

Þetta eru vissulega athyglisverðar pælingar hjá Friedman, sem er sérfræðingur um málefni Mið-Austurlanda og alls engin klappstýra fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar.

Annars er líka athyglisvert að núna eru í gangi í bandarísku sjónvarpi auglýsingar, sem halda því fram að þeir, sem keyri um á jeppum, séu að leggja hryðjuverkamönnum lið.

Þegar ég bjó í Bandaríkjunum var í gangi svipuð herferð, þar sem því var haldið fram eiturlyfjaneytendur væru að leggja hryðjuverkamönnum lið. Þetta var náttúrulega hálf asnalegt, því að eiturlyfin koma flest frá Kólumbíu. Þar eru það vissulega hryðjuverkamenn (til dæmis í FARC), sem njóta góðs af sölunni. Þeir hryðjuverkamenn eru þó aðallega uppteknir af því að drepa fátækt fólk í sínum eigin löndum og því var það hæpið að nota tenginguna við 11. september í þeim auglýsingum.