Ég veit að ÁF er nánast með einkaleyfi á því að kvóta pistlahöfunda NY Times, en ég ætla þó að hætta mér inná hans svæði. Auk þess þá er ég að reyna að forðast það að skrifa langa grein um hversu mikið mig langi til að reka Gerard Houllier og senda Emile Heskey í útlegð til Síberíu.
Allavegana, Paul Krugman skrifar skemmtilegan pistil í NYT, þar sem hann talar um leikjafræði (game theory) í samskiptum landa: Games Nations Play. Ég er einmitt mikill áhugamaður um leikjafræði, enda hagfræðimenntaður.
Krugman skrifar eftirfarandi, þegar hann fjallar um samskipti Bandaríkjamann við Írak annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar:
I know, it sounds obvious. Yet the Bush administration’s Korea policy has systematically violated that simple principle.
Let’s be clear: North Korea’s rulers are as nasty as they come. But unless we have a plan to overthrow those rulers, we should ask ourselves what incentives we’re giving them.
Krugman setur sig svo í spor Kim Jong Il og heldur áfram:
On the other hand, Mr. Bush hasn’t gone after you yet, though you are much closer to developing weapons of mass destruction than Iraq. (You probably already have a couple.) And you ask yourself, why is Saddam Hussein first in line? He’s no more a supporter of terrorism than you are: the Bush administration hasn’t produced any evidence of a Saddam-Al Qaeda connection. Maybe the administration covets Iraq’s oil reserves; but it’s also notable that of the three members of the axis of evil, Iraq has by far the weakest military.
So you might be tempted to conclude that the Bush administration is big on denouncing evildoers, but that it can be deterred from actually attacking countries it denounces if it expects them to put up a serious fight. What was it Teddy Roosevelt said? Talk trash but carry a small stick?
Hann endar svo greinina á þessu:
The incentives for North Korea are clear. There’s no point in playing nice ? it will bring neither aid nor security. It needn’t worry about American efforts to isolate it economically ? North Korea hardly has any trade except with China, and China isn’t cooperating. The best self-preservation strategy for Mr. Kim is to be dangerous. So while America is busy with Iraq, the North Koreans should cook up some plutonium and build themselves some bombs.
Again: What game does the Bush administration think it’s playing?
Já, menn geta lært ýmislegt á því að stúdera hagfræði.
Ég hef oft furðað mig á því hvernig Bandaríkjamenn hafa glímt við Norður-Kóreu. Það er búið að vera viðskiptabann á Norður-Kóreu, svo Norður-Kóerubúar hafa nánast engu að tapa. Bandaríkjamenn sýndu landinu lítinn áhuga þangað til að þeir fóru að gera sig líklega til að framleiða kjarnorkuvopn. Þá allt í einu fóru þeir í viðræður við Norður-Kóreumenn. Þannig að Bandaríkjamenn voru í raun að launa þeim fyrir slæma hegðun. Slík pólítík er ekki líkleg til árangurs gegn klikkhausum einsog Kim Jong Il.
Það er augljóst að eina, sem dugar á þjóðir einsog Írak og Norður-Kóreu er að hóta valdbeitingu. Til dæmis sjá menn að Saddam Hussein hleypti loksins vopnaeftirlismönnum inní landið þegar hann vissi það að Bandaríkjamenn voru staðráðnir að ráðast á hann ef hann hlýddi ekki. Einræðisherrar einsog hann hlusta nefnilega ekki, nema það sé skýr og trúverðug hótun um valdbeitingu gegn honum ef hann hlustar ekki.
Ég trúi því ekki að ég hafi slegið “Gerard Houllier” í Google til að kanna hver þetta væri. Fannst þetta vera nafn sem ég kannaðist við (og ætti að vita hver væri). Var að spá í hvort þetta væru blaðamenn eða pólitíkusar :blush: