Það lítur kannski fullmikið út einsog ég sé stuðningsmaður George Bush eftir skrif mín á síðunni. Þess vegna vil ég taka eftirfarandi fram:
- Ég tel að George Bush sé einn alversti forseti, sem Bandaríkjamenn hafa haft yfir sér síðustu áratugi. Í fyrsta lagi hafa efnahagsaðgerðir hans verið fáránlega vitlausar (skattaívilnanir handa þeim ríkustu til að auka hagvöxt) og svo er utanríkisstefna hans ekkert til að hrópa húrra fyrir. Einnig er mannvalið í ríkisstjórninni afskaplega hæpið og íhaldsstefna hans í ýmsum málum er áhyggjuefni
- George Bush er samt langt frá því að vera versti leiðtogi í heimi. Það er þó vissulega mjög margt vitlaust í stefnu hans og framkomu. Það er samt með ólíkindum hvað George Bush er klár í því að fá alla uppá móti sér. Á ferli sínum sem forseti hefur hann ekki gert mörg mistök í utanríkismálum (það efast fáir um að Afganistan er betur statt nú en fyrir tveimur árum) en samt hefur honum tekist að fá hálfan heiminn á móti sér.
- Margir friðarsinnar fara afskaplega mikið í taugarnar á mér. Það byggist fyrst og fremst á því að þeir mótmæla eingöngu þegar að Bandaríkjamenn eða Ísraelar gera eitthvað af sér. Samkvæmt þeim er allt illt í þessum heimi komið til vegna Bandaríkjanna. Þannig komst Pinochet aðeins til valda í Chile útaf Bandaríkjunum og Saddam Hussein er bara svona vondur vegna þess að Bandaríkjamenn studdu hann fyrir 15 árum. Það er ekki nóg fyrir friðarsinna að enda alltaf setningarnar á “jú og svo er Saddam auðvitað vondur maður”.
- Ég vil að alþjóðasamfélagið geri eitthvað til að hjálpa kúguðum þjóðum. Það þýðir að þjóðir utan Bandaríkjanna verða að gera eitthvað. Það er einföld staðreynd að leiðtogar Frakklands og Þýskalands bíða alltaf eftir því hvað Bandaríkjamenn gera. Þá geta þeir staðið á hliðarlínunni og gagnrýnt. Það er mun auðveldara heldur en að gera eitthvað. Þessir lönd virðast vera fullkomlega ófær um að gera eitthvað varðandi vandamál í stríðshrjáðum löndum (JÚGÓSLAVÍA!)
- Ef að Evrópubúar vilja virkilega gera eitthvað í málefnum Sádi-Arabíu, Ísraels eða hvaða lands sem er, þá er það augljóst að þeir annaðhvort þora ekki að gera neitt, eða að þessi heimsálfa er alveg gersamlega getulaus í alþjóðamálum.
- Ég er á móti stríði við Írak. Eina lausnin, sem ég er æskileg (að mínu mati) á þessu máli er sú að Saddam Hussein fari í útlegð. Stríð er ekki góð lausn og það er heldur ekki góð lausn að Saddam Hussein fái að sitja áfram í friði. Ég er hins vegar á því að mörg Evrópulönd, sem eru andvíg aðgerðum Bandaríkjanna, verði að leggja til lausnir á því hvergnig hægt sé að koma Saddam Hussein frá. Þrátt fyrir að leiðtogar Sádi Arabíu og fleiri landa séu slæmir, þá nálgast þeir fáir illmennsku Hussein, sem hefur notað efnavopn á landa sína.
Sammála þér í flestu þarna.
Aftur á móti er ég ekki alveg að sjá útlegðar-dæmið ganga upp (sem T. Friedman hefur m.a. mælt með :wink:).
Mér finnst hugmyndin engu að síður margfalt betri en innrásarplanið.
Svo er það bara spurningin, hvert fer karlinn? Rússland? Egyptaland? Kannski hann geti flutt í götuna hjá Idi Amin in da Saud.
Það væri kannski pæling að stofna svona “harðstjóraeyju”: Frakkar gætu gefið eina eyjuna sína í Kyrrahafi undir projectið. Safna svo saman öllum vondu körlunum þar, hvar þeir lifa í vellistingum þar til þeir hrökkva upp af. Til þjónustustarfa væru t.d. ráðnir skósveinar Saddams og svoleiðis lið.
…Kenneth Lay gæti verið framkvæmastjóri :laugh:
En Pinochet og Saddam komust til valda VEGNA Bandaríkjamanna 🙂
Leikur vafi á því í þínum huga?
Það er fremur hæpið að segja að Saddam hafi komist til valda vegna Bandaríkjamanna. Hinsvegar studdu Bandaríkjamenn Írak í stríðinu við Íran vegna gamalla sárinda.
Mjamm… margir góðir punktar hjá þér Einar. Líka hjá honum Friedman.. En forsendan fyrir því að þessi útlegðarhugmynd gangi upp er náttúrulega sú að þeir sem eftir sitja séu nógu miklir tækifærissinnar til þess að svissa beint frá því að vera stuðningsmenn Husseins yfir í að vera hliðhollir Bandaríkjamönnum, eða bara lýðræði og nútímastjórnarháttum yfirleitt…
Hins vegar held ég að þessi lausn ylli minnstum skaða, er ekki alveg viss samt vegna hættu á borgarastyrjöld. Er samt ekkert viss um það neitt frekar að Bandaríkjamenn gætu komið í veg fyrir borgarastyrjöld í landinu.
Mér finnst sérstaklega góður punkturinn hjá þér Einar um Evrópuþjóðir. Bleyðugangur þeirra og aðgerðarleysi er náttúrulega blátt áfram skammarlegt.
Sem hagfraedini finnst mer natturulega ahugaverdast ad fylgjast med efnahagsradstofunum hans. T.d. er ekki vist ad skattalaekkanirnar hans seu jafn vitlausar og hagfraedingar vilja benda a. Helstu rok gegn theim eru natturulega tekjudreifingar rok en thau skipta minna mali thegar litid er a tilgang laekannana, ad koma hagkerfinu i girinn, og tha stadreynd ad thaer eiga eftir ad breytast mikid a leid sinni i gegnum thingid.
I odru laegi finnst mer skemmtilegt ad benda a ad Bush yngri hefur nad ad toppa pabba sinn i einu atridi og thad er ad tapa fleiri storfum en gamli karlinn gerdi. Og thad a sirka helmingi styttri tima!
Óli, ég skil ekki alveg rökin þín. Ertu að segja að planið sé ekki svo galið vegna þess að á endanum eigi það eftir að breytast svo mikið??
Planið einsog Bush leggur það fram er (samkvæmt minni hagfræði) galið til að auka hagvöxt. Ég get ekki séð að það að lækka taxta á arðgreiðslur hjálpi mikið. :confused:
Manni finnst Bush miklu frekar vera að borga upp skuldir við stuðningsmenn sína heldur en að reyna að laga efnahaginn.
Já, og svo varðandi Hussein og Pinochet, þá komst Saddam auðvitað ekki til valda fyrir tilstuðlan Bandaríkjanna.
Varðandi Pinochet, þá gera Chile búar sjálfir lítið úr þeim hugmyndum að þetta hafi verið Bandaríkjunum að kenna. Ég held að flestir, sem hafi kynnt sér söguna, séu á því að hlutverk Bandaríkjanna hafi ekki ráðið úrslitum.
Rokin eru i raun tvithaett. Numer eitt tha er skattalaekkun alltaf skattalaekkun. Skattalaekkanir gefa hagkerfum oft medbyr. I odru lagi tha tharf folk ekki ad hafa of miklar ahyggjur af tekjudreifingarahrifunum thvi thau eiga liklega eftir ad batna eftir ad breytingar verda a frumvarpinu i thinginu.
Eg er alls ekki ad hrosa Bush en hins vegar tharf ekki ad vera ad thessar skattalaekkanir seu thad versta sem hann hafi gert.
Jamm, ég skil þig Óli, en því má ekki gleyma að Bush kemur með þessar lækkanir þegar það stefnir í gríðarlegan fjárlagahalla í Bandaríkjunum. Mun sniðugra hefði verið að eyða þessum pening í skattalækkanir handa þeim, sem eru með lægri tekjur.
Thad er spurning um hvort thad eigi ad leyfa fjarlagahallanum ad vera hlidarskilyrdi i theirri nidursveiflu sem haetta er a ad Bandarikin lendi i?
Thegar vextir eru 1.25% og ekki mikid rum til ad laekka tha frekar tha hlytur ad vera i lagi ad beita taekjum eins og fjarlagahalla, sem getur lyst ser i formi skattalaekkana og ymissa opinberra fjarfestinga (thad sem Bush hefur gert hingad til nema hann hefur eitt i faranlega hluti og gefid vitlausu folki pening med skattalaekkunum). Aukin rikisumsvif asamt laegri dollar eru thad sem Bandariskt efnahagslif kann ad thurfa til ad rifa sig upp ur theirri nidursveiflu sem thad er i og til thess ad koma i veg fyrir verri nidursveiflu.
Thad synist mer svona i fljotu bragdi…
Það er gott að loksins finn ég Íslending sem segir eitthvað sem er ekki 100% slæmt um Ísrael. Venjulega eru Íslendingar á sama blaði með öðrum evrópumönnum sem halda að Ísrael sé bara slæmt land fullt af gyðingum sem hata Palestínumenn og sem hafa tekið landið þeirra. Hafa allir gleymt því að gyðingar eru búnir að búa í þessu landi í 3500 ár og að arabar tóku landið á sjöunda öld? Þusundir gyðinga héldu áfram að búa þar í gegnum aldarnar og bjuggu þar enn þegar aðrir gyðingar byrjuðu að koma aftur úr díaspórunni vegna ástæðanna í Evrópu á lok 18. aldarinnar. Gyðingar byrjuðu að koma aftur til landsins og þegar þeir komust þangað, fundu þeir eytt land fullt af eyðimörkum og mýrum – þar sem var áður frjósamt land fullt af trjám, bóndabæjum og ökrum með ávöxtum og grænmetum. Gyðingarnir sem komu aftur til landsins komdu vatni til eyðimarkanna og breyttu landinu mikið. Arabarnir sem bjuggu þar þá voru fátækir og ólærðir. Þeir sáu það sem gyðingarnir voru að gera og urðu abbó. En í alvöru voru þeir búnir að vera þar í langan tíma. Þetta var líka þeirra land. Ástandin er slæm fyrir báða hópa en þeir báðir eiga rétt á að búa þar.
Palestínumennina, ásamt aðra arabísku löndin, hefur langt langað til að færa gyðingunum út úr landinu sem þeir segja sé ætlað þeim af Móhammed. Þeir hafa gert ótal hryðjuverk gegn Ísraelsmönnum og gera það í nafni Guðs. Oft er sagt í arabískum dagblöðum að gyðingarnir eiga að vera “reknir til sjós” og að það er ósk Guðs að gyðingarnir allir vera drepnir.
Af hverju þá er það alltaf svona hræðilegt mótmæli gegn Ísrael þegar það svarar hryðjuverk með því að taka upp vörn? Auðvitað eru þessi stundum frekar sterk, en það er náttúrulega nauðsynlegt.
Vonalega geta þessi tvö fólk verið sammála nokkurri lausn – annaðhvort eitt land með tveimur fólkum eins og Belgíu eða tveimur löndum með tveimur stjórnum. Önnur ástandin er líklegust. Það sem stendur nú geta ekki haldið áfram að eilífu. Vonalega mun lausnin vera fríður.
Chad Stone
Atlanta, GA, USA