Ja hérna, ræðan hennar Gyðu og mótmæli gegn batman.is og tilverunni eru bara orðin efniviður í Kastljósþátt. Áðan voru Haukur, formaður Frjálshyggjufélagsins og einhver kona úr femínistafélaginu, sem ég þekkti því miður ekki, gestir þáttarins.
Allavegana, þá í fyrsta lagi þá fór lokakomment femínistans í taugarnar á mér. Það var eitthvað á þá leið að: “alls staðar, þar sem konur hafa staðið uppog barist, þar hefur verið mótmælt”. Þarna er verið að gera rosaleg fórnarlömb úr þessum félögum úr femínistafélaginu. Ég er á því að flestir hafi mótmælt vegna þess að aðferðir og tillögur femínistana hafa verið öfgafullar, ekki vegna þess að menn séu á móti baráttu femínista. Það að menn mótmæli því að femínistar útbýti refsingum án dóms og laga, er ekki það sama og þegar menn mótmæltu kröfum femínista um kosningarétt eða annað slíkt á árum áður.
Það er líka annað, sem fer í taugarnar á mér í jafnréttisumræðunni (og er í raun ótengt efni Kastljós þáttarins). Það er þegar er verið að tala um jafnhæft fólk. Þannig að oft er dæmt í málum á þann veg að umsækjendur hafi verið jafnhæfir vegna þess að þeir hafi sömu menntun/reynslu.
Málið er einfaldlega að það að ráða fólk í vinnu snýst um svo miklu meira en hvort fólk hafi rétta menntun og reynslu. Langoftast (að ég tel) er það hvernig fólk kemur fyrir, hvernig það sér hlutina og hvernig það talar, sem hefur mest áhrif á val á starfsfólki.
Í fyrra þá sóttu einhverjir 20 nemendur úr hagfræðideildinni minni um starf hjá sama fjárfestingabankanum. Þeir voru allir með sömu menntun og allir með svipaða reynslu. Sá, sem fékk starfið fékk það ekki vegna þess að hann væri svartur eða strákur, heldur vegna þess að fulltrúar fyrirtækisins kunnu betur við hann. Kannski var hann skemmtilegri, eða örlítið klárari, eða með skírari markmið heldur en hinir. Þessa þætti er ekki hægt að mæla og því er ómögulegt að staðhæfa að tveir umsækjendur séu jafn hæfir.
Annars, þá líður mér nú ekkert alltof vel að vera að hamast á femínistum. Ég veit að systir mín yrði ekkert alltof ánægð með það. Ég er sammála mörgum kröfum femínista, svo sem að ekki sé mismunað á grundvelli kyns. Ég held þó að þetta félag sé, að mörgu leiti, á villigötum.
Unnur skrifar frábæran pistil um félagið. Ég efast um að það séu bloggarar á Íslandi, sem eru jafn einlægir í skrifum sínum og hún.
Það er ekki “fórnarlambafeminismi” (sem ég er bth ekki hrifin af) að segja að alls staðar hafi verið mótmælt þar sem konur hafi staðið upp og barist. Það er staðreynd. Það er reyndar ekkert skrítið, segir sig reyndar sjálft, því að ef fleiri konur fara inn á þing, svo dæmi sé tekið, þá komast færri karlar að, það sama á við bestu störfin, háu stöðurnar og þær vellaunuðu. Fjöldi þeirra er ekki ótakmarkaður, ef fleiri konur komast að, þá þarf eitthvað undan að láta. Auðvitað er mótmælt. Strákarnir sem hætta með vefsíðuna sína þar sem þeir hafa stundað mannorðsmorð og hótanir á nafngreint fólk í skjóli nafnleyndar, þegar lítur út fyrir að nöfn þeirri verði gerð opinber. Þeir eru auðvitað ekkert voðalega glaðir, reyndar svo reiðir að einn þeirra hefur í tölvupósti hótað konu úr forystu félagsins á þann hátt að varla verður skilið öðruvísi en sem nauðgunarhótun.
Að öðru:
“Sá, sem fékk starfið fékk það ekki vegna þess að hann væri svartur eða strákur, heldur vegna þess að fulltrúar fyrirtækisins kunnu betur við hann. ”
Hefurðu velt því fyrir því að stærsti hluti þeirra sem eru að ráða í svona störf eru – enn sem komið er – karlar? Hverjir heldurðu að það séu sem þeir kunna best við? Sem þeir halda að falli best inn í hópinn, geti kannski farið stundum í fótbolta með “hinum strákunum” og svo fram vegis? Jú, auðvitað aðrir strákar. Þegar verið er að velja störf og erfitt er að meta hæfni og það getur svo sannarlega oft verið erfitt og jafnvel ómögulegt, þá er stór og mikil hætta á því að sá umsækjandi sem fellur inn í staðalmyndina af starfsmanni hjá fjárfestingabanka, á verkfræðistofu, á hjúkrunarheimilið eða leikskólann og sem líkist mest þeim sem er að ráða í starfið. Það eru til margar frásagnir af því hversu erfitt það hefur verið fyrir konu að koma inn í það sem hefur verið karlastarf og öfugt. Þess vegna tekur langan tíma að breyta hlutunum og þess vegna þarf stundum að ýta aðeins á eftir þróuninni, þó ekki væri nema með því að ýta undir óhefðbundið náms- og starfsval.
Sammála, sammála! Og í leiðinni tek ég hattinn ofan af fyrir Unni, hún útskýrir þetta betur en nokkur annar hingað til. Ég hef 3 lent í því að þekkja til dæma þar sem vinir mínir voru ásakaðir um nauðgun, og ég eitt skiptið vildi svo skemmtilega til að stúlkan neitaði að draga kæruna til baka, þó að heilt partý gat vitnað fyrir að maðurinn hafði verið í öðru sveitarfélagi daginn fyrir og daginn eftir hina umræddu “nauðgun”; enda í sumarbústaða ferð með félögum sínum. Í öðru tilviki varð stúlkan ólétt, kærði ekki nauðgun á endanum, og bar við að hún vildi ekki að krakkinn frétti seinna meir af þessu og sagði fyrirgefa drengnum upp að vissu marki; vildi bara fá meðlög. Drengurinn neitaði áfram, DNA rannsókn fór fram eftir fæðingu, og hvað kom upp úr; ekki hans barn.
Konur jafn sem karlar lýgju þegar svo ber við, og að búa til ofbeldishóp leysir engan vanda.
Ok, þetta “kunnu betur við hann” var kannski illa orðað hjá mér.
Ég er sammála þér Ingibjörg, að það getur verið mjög erfitt fyrir konur að komast inná karlavinnustaðin og öfugt. Það eina, sem ég vildi benda á er sú staðreynd að það er ekki hægt að segja að fólk sé jafnhæft bara af því að menntun og reynsla sé svipuð. Jafnmenntað fólk getur verið mjög mismunandi klárt. Það er mjög erfitt að meta greind og skynsemi fólks. Það er bara eitthvað, sem atvinnurekandinn hefur tilfinningu fyrir. Það var það sem ég meinti, þegar ég sagði “kunnu betur við hann”.
Og varðandi þetta með mótmælin þá er það rétt að mótmælin eru staðreynd. Það er hins vegar ástæða mótmælana í þetta skipti, sem er öðruvísi. Mest hefur verið mótmælt þessum öfgum í stefnunni. Sú, sem var í Kastjlósinu gerði lítið úr mótmælunum með því að segja að það væri bara alltaf mótmælt gegn femínistum og gaf í raun í skyn að þeir, sem hefðu mótmælt hefðu í raun alltaf eitthvað gegn stefnu femínista. Það er ekki rétt. Því fannst mér hún vera að gera fórnarlömb úr félagsmönnum í stað þess að svara mótmælaröddunum.
En pælingar þínar með það að falla inná vinnustað eru vissulega mjög athyglisverðar, og ég er sammála flestu í því. Það má jafnvel spyrja sig hvort að manneskja sem er ráðin inní fyrirtæki, þar sem hitt kynið ræður ríkjum, nái nokkurn tímann að njóta sín í starfi einsog hinir?
Fannst ykkur hann standa sig vel þessi formaður Frjálshyggjufélagsins? Fannst ykkur hann hafa kynnt sér vel málin, þekkja inn á það sem Femínistafélagið stendur fyrir og hvernig það hefur hagað baráttu sinni og hvaða gögn það hefur á heimasíðu sinni? Fannst ykkur hann vera vel heima í jafnréttislögum og jafnréttisumræðu? Fannst ykkur hann vera trúverðugur þeim málstað sem frjálshyggjan stendur fyrir þegar hann skammast út í einstaklinga sem nýta sér markaðsmátt sinn til að hafa áhrif á hvar og hvernig fyrirtæki auglýsa?
Jóhannes Birgir hefur tjáð sig um það og það er frábærlega vel orðað hjá honum.
Mér finnst sjálfri þessi maður ekki vera verðugur andstæðingur fyrir Katrínu talskonu Femínistafélagsins. Það hefði verið fengur að fá vel upplýstan og skynsaman fulltrúa frá þeim öflum sem telja að Femínistafélagið hafi ráðist gegn sér.
Thad er lika spurning um hvort konur hafi “ahuga” a thvi ad saekja um vinnu a vinnstodum eins og thessum akvedna fjarfestingabanka? Margar stelpur sem eg hef hitt hafa einfaldlega ekki ahuga a thessum storfum. Eftir ad hafa heyrt lysingar a vinnutimum o.fl. tha skil eg thaer vel og jafnvel spurning um hvort thaer seu bara klarar ad kjosa ad saekja ekki um.
Ein leid fyrir fyrirtaeki (ef thad er vilji fyrir thvi thad er ad segja) til idka meira rettleati i vidtolum vaeri ad lata thaer konur sem vinna hja theim ad taka vidtol? Eg hef sjalfur farid i nokkur atvinnuvidtol (an lukku thvi midur) nylega og eg hitt fyrir fleiri konur en karla. Thannig thad er ekki alltaf thannig ad astaedan se thessi stereotypa vinnustadarins.
Onnur fyrirtaeki, eins og t.d. Goldman Sachs, bydur kvennnemendunum t.d. i kvoldverdarbod thar sem hattsettar konur innan fyrirtaekisins kynna fyrirtaekid og storf sin. Ad vissu leyti snyst thessi baratta thvi um ad brjota nidur tha mura sem einkennast af thvi ad sum storf eru flokkud sem karla- og kvennastorf. Baedi kyn thurfa ad taka thatt i thvi!
Eg hef tru a thvi ad throunin verdi a tha leid ad munurinn a milli kvenna- og karlastarfa eigi eftir ad minnka. Med tilheyrandi launajofnudi. En eg er hraeddur um ad thessi throun eigi eftir ad taka langan tima, t.d. heila kynslod eda svo. Thvi ad kynslodin sem er nuna ad taka vid a eftir ad ala bornin sin upp i meira jafnretti o.s.frv.
Salvör,
Það er aldeilis að þér finnst Katrín Anna góður málssvari feminista. Mér fannst hún koma mjög illa út úr þessum þó stutta þætti. Þarna kom ekkert fram sem gæti bætt hugmyndir áhorfenda um feminista. Hún er of hörð í þessu. Hún er ekki góður frontur á félag feminista. Ég myndi sterklega mæla með því að Andrea Róberts tæki við þessu hlutverki. Hún kemur vel fram og er sjálfsörugg. 🙂
Tökum þetta upp á næsta fundi!
Beta
Félagar, endilega komið með komment á það að Andrea gerist talsmaður feminista. :biggrin2:
Svar til Betu Óskar:
Ertu í Femínistafélaginu?
Katrín er talskona félagsins. Katrín er fín og Andrea er líka fín.
Vona að þú áttir þig á því að þessi vettvangur hérna á kommentakerfi á FFF bloggi (FFF stendur fyrir FemínistaFjandsamlegt Frjálshyggjubloggi) er ekki smekklegur til að ala á sundurþykkju innan félagsins.
Eða er þetta kannski enn ein leið til að klekkja á Femínistafélaginu… svona í anda draggbloggsins Ásta Ingvars?
Salvör, er ekki fullgróft að kalla síðuna mín “FemínistaFjandsamlegt Frjálshyggjubloggi”? Hvað er svona fjandsamlegt á þessari síðu minni?
Ég hef gagnrýnt (að ég tel mjög málefnalega) nokkra punkta varðandi hætti þessa félags. Það er þó mjög gróft af þér að kalla mig fjandsaman femínistum. :confused:
Merkileg athugasemd serfraedings i forsaetisraduneytinu! Hefdi haldid ad islenskir embaettismenn kynnu sig betur!
Salvor:
Ég held nú bara að ég sé sammála Betu Ósk, hvort sem hún er í félaginu eða ekki. Mér finnst Katrín koma fram sem manneskja sem vekur neikvæð viðbrögð hjá fólki. Hún er nú þegar búin að skaða félagið með framkomu sinni og mér þætti það ekkert óvarlegt að ætla að ný manneskja tæki við af henni og þá þætti mér Andrea alveg eins koma til greina eða Ingibjörg Stefáns.
Vona að ég sé þar með ekki orðin feministafjandsamleg líka?
Begga
Í gvöðanna bænum ekki fara að tala um innri mál þessa femínistafélags hérna. 🙂
Og Óli, hver er sérfræðingur í forsætisráðuneytinu?
Salvör sem hér að ofan skilgreindi þessa síðu sem FFF.(sjá: “http://www.asta.is/salvor/” og “http://forsaetisraduneyti.is/interpro/for/for.nsf/pages/raduneytid-skipulag“) Hún er titiluð sérfræðingur forsætisráðuneytisins í málefnum upplýsingasamfélagsins.
Mér finnst þetta heldur kjánaleg skilgreining hjá slíkri manneskju, sem þar að auki er komin er á virðulegan aldur og ætti því ef til vill að kunna sig…
Synist svarid vid spurningunni thinni vera komid fyrir ofan. Er alveg sammala ther og Salvoru i thvi ad thessi malefni eiga ekki heima a thessari sidu. Thad hefdi verid meira videigandi ad Salvor hefdi svarad Betu Osk i gegnum tolvupost thvi hun var sjalf ad bera innri malefni Felagsins a bord lesenda Einars.
Meiri tonlistar- og hagfraedi pistla Einar, thessi politik er storhaettulega!
Hæ, Einar.
vonandi ekki of móðgandi að vera flokkaður sem FFF blogg:)
Talaðu bara vel um femínista einu sinni og ég skal fara að kalla bloggið þitt FVF (femínista vinsamlegt frjálshyggjublogg):)
Svo er ég ekkert virðuleg:) Kann mig heldur ekkert:) Enda femínisti:):):)
Biðst afsökunar af því að hafa uppnefnt þessa síðu FFF, það er alls ekki fallegt að búa til ný orð:)
þetta var bara svona spontant nýyrðasmíð
svo er Einar Örn ekki fjandsamlegum femínistum þó mér virtist “…aðferðir og tillögur femínistana hafa verið öfgafullar..” ekki hljóma sem nein rosa samherjayfirlýsing.
Það eru ekki öfgar að mínu mati að skrifa bréf og benda auglýsendum á að þeir séu að auglýsa hjá vefsetrum sem vísa á klámefni sem niðurlægir konur. Eða að birta á vef félagsins ræðu ungrar konu á skáldlegu líkingamáli. Taktu eftir orðræðunni í pressunni. Það eru oft notuð miklu sterkari orð “Við munum berjast til sigurs”… bla,bla… oft eitthvað úr stríði. Einhverja hluta vegna stuðar það engan. Bara ef femínisti setur fram draum um að taka lögin í sínar hendur og skrifa einhvers staðar “Svona gerir maður ekki”, þá er hann að boða byltingu og hrun þjóðfélagsins og við einangrumst hérna í algerri eymd (flugleiðir náttúrulega hættir að fljúga hingað – hraktir burt út af femínistum 🙂 og svo er ekki víst að stjórnarskráin eða félagafrelsi dugi yfir soddan pakk 🙂
en ég held að þú Einar sért femínisti. Hlakka til að sjá þig starfa með félaginu.