Já, í tilefni 1. maí, þá ætla ég að brjóta elstu og helgustu reglu þessarar heimasíðu: Ég ætla að birta niðurstöður úr könnun, sem ég tók á netinu:
Jamm, þetta er magnað. Ég er bara helvíti nálægt Nýju Afli. Kannski að ég kjósi þá bara. Nei, annars þá finnst mér stjórnmálaflokkur með gamlan framsóknarmann, sem talar um það að lækka útgjöld til utanríkisþjónustu, sem einhverja patent lausn á flestum vandamálum, ekki ýkja heillandi.
Samt, þá hefur mér alltaf fundist hinn kallinn, Jón Magnússon held ég að hann heiti, frekar sannfærandi í þáttum einsog Silfri Egils. Svona Sjálfstæðismaður, sem er óhræddur við að mótmæla skoðunum flokksforystunnar (en þeir menn eru nánast útdauðir).
Annars hélt ég að ég myndi skora hærra hjá Sjálfstæðisflokknum, en ég gerði. Kannski er það stefnan í skattamálum, sem vegur þungt enda er ég á móti þessum róttæku skattalækkunum íhaldsins. Það er annars skrítið að það er enginn einn flokkur, sem sker sig úr hjá mér. Kannski er könnunin byggð upp þannig. Svei mér þá, ef ég væri ekki svo ósammála Framsókn í landbúnaðarmálum, þá hefðu þeir ábyggilega bara verið efstir hjá mér. Það hefði sennilega leitt til þess að ég hefði fengið áfall.
Annars, þá er eitt sem mér finnst athyglisvert við þá vefleiðaraskrifara, sem ég rekst á: Það er að það virðist enginn styðja Samfylkinguna!!!! (fyrir utan auðvitað meistara PR) Þetta eru allt Sjálfstæðismenn eða Vinstri-Grænir. Ég held hreinlega að nær allir stuðningsmenn Vinstri-Grænna á landinu haldi úti bloggsíðum. Eða þá að þeir eru svo sniðugir að ég rekst ávallt inná síður þeirra.
Ég efast um að ég gæti nefn einn starfandi vefleiðarahöfund, sem hefur lýst yfir stuðningi við Samfylkinguna! Þannig að ég ætla bara að verða fyrstur.
Ég ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum í vor. Og hananú!
Mig minnti að Már ætlaði að kjósa Samfylkinguna…
Ég held að ég geti sagt með fullri vissu að ég hafi verið sá fyrsti til að lýsa yfir stuðningi við Nýtt Afl. Nýtt Afl kemur skemmtilega vel út hjá flestum!
Nei, Einar. Ekki viltu fá sköllótta dverginn í stól forsætisráðherra?
Það fyrsta sem hún mun gera(og hennar eina lausn á vandanum) er að sækja um aðild að ESB.
Komist þau til valda getur varla annar gerst en að allt fari í kaldakol.
Jamm, Óli. Frábært!!
Ísland í ESB, Íhaldið burt! :biggrin2:
Nei, annars þá er draumurinn minn að fá Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn í stjórn. Það mun hins vegar aldrei gerast.
Þetta er góður draumur……..
Til hamingju með það að hafa valið Samfylkinguna. :biggrin2: :biggrin2: Sé samt ekki kostina við samstarf D of S eins og þig dreymir um. S er hófsamur vinstri flokkur og stefna hans fær án vafa að njóta sín best í samstarfi við aðra flokka sem eru réttu megin við miðjuna 😉
Össur verður aldrei forsætisráðherra. En þótt svo yrði, þá liði mér betur með hann í stólnum en Davíð. Því þótt Össur sé skaphundur og kannski ekki alltaf jafn heppinn í orðavali og Davíð, þá er Össur með stærra hjarta og mun gera það sem í hans valdi stendur til að bæta hag þeirra sem minna mega sín, nokkuð sem Davíð mun EKKI gera. Davíð virðist einna helst vilja breyta Íslandi í 51. ráðstjórnarríki GWB – Þá er nú ESB skárra…
Sæll Ragnar, ef þú varst að minnast á Össur vegna orða minna um sköllótta dverginn, þá átti ég alls ekki við Össur heldur Imbu Sollu. 🙂
Ég er algerlega á því að við séum best komin í eigin höndum, sama þó svo að slæmar stjórnir geti komið við og við. Munurinn á því að vera sjálfstæð og að vera hérað í stórríki er sá að í því síðarnefnda ráðum við engu um stóran hluta þeirra ákvarðanna sem teknar verða og munum ekki eiga möguleika á því að leiðrétta þá vitleysu með því einu að skipta um stjórn. Leiðin út úr ESB mun heldur aldrei verða gerleg í raun þó svo að þeir muni setja hana inn í stjórnarskrá ESB svona upp á punt.
Ég mæli eindregið að fólk reyni að ná viðtölum Gunnars í Krossinum við forystumenn stjórnmálaflokkanna á Omega. Þetta virðist vera endursýnt á hverri nóttu eftir miðnætti. Hef bæði séð Davíð og Halldór.
Til dæmis kom í ljós í viðtalinu við Davíð, sem ég sá í gær, að íslenska þjóðin væri í útrýmingarhættu í sinni mynd, vegna lágrar fæðingartíðni (reyndar var það Gunnar sem vakti máls á þessu) og að Ísraelsmenn eru góðvinir okkar og eina lýðræðisríkið á svæðinu. Spurning hvort að Suður-Afríka hafi ekki líka verið eina “lýðræðisríkið” í sínum heimshluta áratugum saman á síðustu öld. Við megum líka þakka fyrir það að George W. Bush sé í svona góðum tengslum við guð, okkur hlýtur að vera borgið með þá kumpána í brúnni, Bush og guð.
Aftur á móti finnst mér það lýsandi um hversu skelfilegt ástandið er orðið að annar hver maður sem ég hef talað við undanfarið – sem er flest allt ungt fólk með trú á einstaklinginn og almennt viðurkennda hagfræði – hefur sagt að ef það væri ekki fyrir þessa fáránlegu stefnu Framsóknarflokksins þá væri það skársti kosturinn í stöðunni. :confused:
Mér finnst það líka með eindæmum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið út í þennan yfirboða-pakka verandi í þeirri stöðu sem flokkurinn er. Þetta lýsir einhverri ótrúlegri paranoju. Minnir mig svolítið á úthlaup breska Íhaldsflokkinn í síðustu kosningum þar – sem vitanlega floppuðu því allir sáu í gegnum plottið. Það var flokkur í nauðvörn og mér finnst skrítið að herráð Sjálfstæðisflokksins hafi metið stöðuna þannig núna. Það hefði líka verið mikið styrkleikamerki ef menn hefðu lagt spilin á borðið í skattamálum en ekki verið í þessum eltingaleik með staðreyndir. Málflutningur þeirra í því máli misbýður fólki með snefil af skilningi á prósentureikningi. 😡
Ég er mjög feginn að vera búinn að gera upp við mig hvað ég geri í kjörklefanum – og það fyrir ári síðan. 🙂
PS:
Ég hef ENGA trú á þessari könnun. Mínar niðurstöður voru jafnvel fáránlegri en þínar, Frjálslyndir komu t.d. í 2. sæti með rúm 70%. Reyndar voru allir flokkarnir með yfir 60% hjá mér nema VG sem var 49%. En þetta getur verið skemmtilegt að taka svona könnun, ég neita því ekki.
Einar, shame on you! Að þú skulir kjósa Jóhönnu Sigurðardóttur og Mörð Árnason! Skamm skamm!
Já, en Ágúst, hvað annað á ég að kjósa?
Ég er dálítið klofinn, því að ég held að Sjálfstæðisflokkurinn og sérstaklega Davíð þurfi frí. En samt þá vil ég í raun ekki stjórn með Frjálslyndum og Vinstri Grænum.
Auk þess að ég held að D séu búnir að missa sig alveg vegna langrar valdasetu. Ég er líka mjög hræddur við þessa miklu skattalækkun. Held að fjárlagaafgangurinn gæti til dæmis farið sömu leið og hann fór í Bandaríkjunum.
En ég veit, það verður dálítið sjokkerandi að þurfa að krossa við Jóhönnu sem efsta mann á lista (ég bý í Vesturbænum, Reykjavík Suður). Og vissulega er fullt af fólki á þessum lista Samfylkingarinnar, sem á lítið sem ekkert skylt við mínar stjórnmálaskoðanir.
Ég held bara að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gott af fríi. Ég gæti vel trúað því að flokkurinn yrði þá álitlegur kostur eftir fjögur ár.
M.ö.o. þá hefurðu ekki trú á flokki D. Þú hefur ekki heldur trú á flokki S og þar er “fullt af fólki sem á lítið sem ekkert skylt við þínar stjórnmálaskoðanir”.
Þú vilt gefa flokki D “frí” og þess vegna ætlarðu að kjósa “fullt af fólki sem á lítið sem ekkert skylt við þínar stjórnmálaskoðanir”.
Ekki satt?
Jú, nákvæmlega. Finnst þér eitthvað skrítið við þessa lógík hjá mér. 🙂
Það er væntanlega fulltaf fólki, sem þú ert ósammála í Sjálfstæðisflokknum, Ágúst. Ég er viss um að þú og Björn Bjarna gætu rifist lengi um utanríkisstefnu. Og þú myndir líka ábyggilega geta rifist við vissa þingmenn varðandi landbúnaðarstefnu flokksins. Og svo framvegis og svo framvegis.
Þurfum við ekki bara að stofna nýjan flokk? :biggrin2:
Nei, en það er alltaf hægt að skila auðu 😉
Er virkilega verið að tala um að kjósa fólk inn á Alþingi, og í ráðherrastóla, sem kaus gegn EES, frjálsu útvarpi og bjórverslun fyrir ekki svo mörgum árum síðan? Hefur þetta fólk eitthvað breyst með árunum? Vill Jóhanna ennþá hækka fjármagnstekjuskatt í 40%? Finnst Ingibjörgu Sólrúnu samkeppni ennþá vera í lagi en samt svona svolítið til ama?
Ég segi nú bara: Guð blessi skattlaust líf námsmannsins og ódýran bjór Danmerkur! Kannski ég sæki bara um doktorsnám ef vinstristjórn myndast á Íslandi?
Eg segi eins og Agust, af hverju ekki bara ad skila audu? Mer finnst thad meira “statement” heldur en ad kjosa gegn eigin sanfaeringu. Synist lika thin sannfaering vera ad engin se thess verdugur ad hljota atkvaedid thitt?
Lika spurning um ad kjosa Framsokn. Ef thu ert bara osammala landbunadarstefnu theirra tha er thad ekki svo mikid i heildinni (nota bene, eg er einnig svadalega mikid a moti landbunadarstefnunni hja theim). Their eru med fleiri betri einstaklinga heldur en Samfylkingin.
Annars er thad bara spurning um nyjan flokk?
Hmmm… það eru einmitt góð rök að kjósa Samfylkinguna til að skipta um stjórn. 16 ár er alltof langur tími fyrir sama mann að sitja í stól fors.ráðherra og því kominn tími á nýjan einstakling, nýjar áherslur etc.
Geir bendir á ummæli ISG um samkeppni, þá er vert að benda á að Davíð O hefur sjálfur átt undarleg komment, sbr. um sölu Landssímans. Ekki vildi hann selja fyrirtækið þegar það stóð í 40 milljörðum og fór hækkandi (og endaði á tímabili í 100 millj(?)) – því þjóðin myndi tapa svo miklu á að selja strax. Svo þegar Símanum var hraðað sem mest mátti í söluferlið hafði það lækkað aftur, en þá var viðhorf Davíðs að þá ætti þjóðin að græða á sölu Símans ekki seinna en í dag – þrátt fyrir að símafyrirtæki væru í algeru lágmarki.
Svo má minnast á undarleg viðhorf hans gegn friðsömum mótmælum gegn forseta Kína, biðröðum snýkjudýra hjá Mæðrastyrksnefnd, hræðslu hans að mæta við annan mann í viðtöl eða rökræður gegn ISG fyrir kosningarnar og fleira og fleira. Við hvað er hann hræddur?
Stjórnarflokkur til 16 ára sem heyjir kosningabaráttu með íþróttaslagorði hefur engin málefni fram að færa og er að fela slóð sína fyrir kjósendum – það er nokkuð ljóst. Af hverju eru þeir ekki duglegri að benda á árangur sinn?
Eru þeir hræddir við að kjósendur fari að rifja upp “afrek” þeirra?
Svona í framhaldi þessarar umræðu hjá SverriJ, þá er gaman að vísa í skýrslu sem FreedomHouse framkvæmir ár hvert.
Þar eru ýmsir þættir vegnir og metnir í lýðræði landanna og þeim gefin einkunn frá 1 (fullkomið lýðræði) upp í að mig minnir 10 (fullkomið-alræðisríki.)
Skandínavíulöndin eru alltaf mjög ofarlega á þessum lista. Mig minnir að Ísland hafi fengið 1.1 í síðustu könnun og okkur var það einna helst fundið til foráttu hvað leiðtogi landsins (Davíð Oddson) hafði setið lengi á valdastól!!!
Það er spurning hvort ekki megi færa lýðræðisleg og/eða and-lýðræðisleg rök fyrir frekari valdasetu hrokkinhærðahrokagikksins???
Kannski að setja eigi 12 ára ,,term-limit” á alla þá sem heita Davíð og eru fæddir 1948?
Vodalega er thad lydraedislegt ad setja “term limit” bara a David 😉
Ekki bara Davíð, bara alla sem heita Davíð og eru fæddir 1948. :biggrin2:
Annars, þá finnst mér term limit afskaplega sniðug hugmynd. Það er enginn ómissandi!!
Má ekki líka setja stopp á skoðanakannanir 10 dögum fyrir kosningar líka? Þá yrði kosninganóttin alltaf spennandi 😯
Hefur setið “of lengi” flokkast ekki sem rök. Hefur Steingrímur J þá ekki setið “of lengi” á Alþingi, sem og margir aðrir þingmenn í öllum flokkum? Nei ætli það henti sem áróður.
Langar biðraðir hjá Mæðrastyrksnefnd ku víst vera vegna breyttra úthlutunarregla Félagsþjónustu Reykjavíkur. Hef samt ekki annað fyrir mér í því en tilvitnun Vefþjóðviljans úr Fátækt á Íslandi eftir Hörpu Njálsdóttur.
Falung Gong og Kínaforsetaheimboð Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og Kári Stefánsson+20 milljarðar og hæg einkavæðing ríkisfyrirtækja (án tillits til “gróða” skattpeningseyðandi stjórnmálamanna) og áframhaldandi ríkisrekstur fjölmiðla og ilmvatnssala í Leifsstöð og viðvarandi áfengissala hins opinbera og ýmislegt fleira eru dvergvaxin smáatriði miðað við hið jákvæða á verklokalista ríkisstjórnarinnar. Enda er atkvæði mitt fyrir löngu komið í póst frá Danmörku! :biggrin: