Ungir sjálfstæðismenn eru þjóðflokkur, sem fer oft alveg óheyrilega mikið í taugarnar á mér á stundum.
Þrátt fyrir að ég sé hægri maður og telji mig oft vera sammála þessum krökkum, þá er margt sem rýrir trúverðugleika þessa fólks.
Fyrst og fremst sú staðreynd að þeir gleyma alltaf sannfæringu sinni, hugmyndafræði og sjálfstæði nokkrum vikum fyrir kosningar. Þá ákveða ungir sjálfstæðismenn að þeirra hugmyndafræði skipti engu máli, heldur byrja þeir að apa upp eftir Davíð og þeirra helsta baráttumál verður að gefa ungu fólki bjór til þess að það kjósi örugglega flokkinn.
Einnig er það krónískur fylgikvilli þess að vera ungur sjálfstæðismaður að þegar viðkomandi kemst í áhrifastöðu, þá fá menn væg einkenni Alzheimer og gleyma öllu því, sem þeir hafa áður staðið fyrir, og breytast í gallharða íhaldsmenn. Þannig er Sigurður Kári strax búinn að gleyma því að hann studdi einu sinni frjáls viskipti og hefur þess í stað ákveðið að styðja ríkisábyrgðir og ríkisframkvæmdir Davíðs.
Helsta framlag ungra Sjálfstæðismanna í kosningabaráttuna í ár er svo núna fáránlegur hræðsluáróður í garð ESB aðildar. Þessi auglýsing er ótrúleg!!.
Í henni er gefið í skyn að Evrópusambandsaðild þýði að það verði jól á hverjum degi fyrir spænska, skoska og portúgalska sjómenn. Auglýsingin gefur í skyn að Ísland muni afsala sér öllum rétti yfir fiskinum í sjónum. Þetta er svo mikil della að það er ekki fyndið! Samfylkingin hefur ítrekað (kannski ekki nógu oft fyrir unga sjálfstæðismenn, þeir eru of uppteknir af hneykslast á því að Samfylkingin vilji að stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af fyrirtækjum á Íslandi) sagt að grundvallarskilyrði fyrir aðild Íslendinga að ESB séu áframhaldandi áhrif yfir auðlindinni. Ef ekki tekst að semja um það, þá verður ekkert samið.
Þessi auglýsing endar á orðunum: Sumir stjórnmálaflokkar á Íslandi vilja ganga í Evrópusambandið. Pældu í því.
Ég ætla að búa til fleiri slagorð á svipuðum nótum, sem ungir sjálfstæðismenn gætu notað.
- Sumum stjórnmálaflokkum á Íslandi finnst það í góðu lagi að veita einu fyrirtæki ríkisábyrgð fyrir 20 milljarða. Pældu í því!
- Sumum stjórnmálaflokkum á Íslandi finnst það í góðu lagi að nokkrir áhrifamiklir kallar ákveði það að Ísland skuli styðja stríð í öðrum heimshluta. Pældu í því!
- Sumum stjórnmálaflokkum á Íslandi finnst það í góðu lagi að setja kínverskt fimleikafólk í fangelsi á meðan að ríkisstjórnin tekur á móti kínverskum kommúnistaleiðtogum. Pældu í því!
Þetta er eins og með Lilju forðum.
Ég hefði viljað kveðið hafa.
(Ef þetta hljómaði kauðslega þá segi ég bara að enn einu sinni er ég sammála.)
Ég held að meira að segja ungum sjálfstæðismönnum finnist (að minnsta kosti meirihluti) þessara auglýsingar lélegar – sem verður að teljast nokkuð magnað.
Ég held að ég gæti ekki verið meira sammála þér. það er voðalegt hvað umræða Sjálfstæðismanna um EU verður alltaf ómálefnaleg og barnaleg. Ég man að Davíð var spurður, í sunnudagskaffi á Rás 2, hvort hann myndi einhvern íhuga það að sækja um aðild að EU og hans svar var “Af hverju ættum við að vilja borga fyrir einhverja brú í Ungverjalandi?” og síðan var ekki meira talað um það.
Gæti ekki verið meira sammála þér. Heimdallur er alltaf að skamma flokkinn og svo þegar aðalmennirnir þar fara upp þá er allt gott og rétt sem flokkurinn gerir. Það hefur verið ótrúlegt að hlusta á Sigurð Kára verja allskonar dót, eins og t.d. ríkisábyrgð Decode.
Annars finnst mér ESB auglýsingin hrein og tær snilld.
Þessi auglýsing Ungra sjálfstæðismanna er frábær og ekki er vanþörf á auglýsingunum gegn ESB gælum Samfylkingar.
Sumir flokkar eru með barnalegan lygaáróður þegar kemur að einu stærsta pólutíska máli sem ísland hefur staðið frammi fyrir. Pældu í því ?
Jóhannes K.
Hún væri kanski í lagi ef það væri eitthvað til í þessu, en allar líkur benda til þess að við fáum full yfirráð yfir staðbundnum stofnum okkar og um annað er nú samið við ESB og Noreg um, þannig að það mun ekkert breytast í sjávarútvegi hér á landi við inngöngu.
Ef þú treystir því ekki, þá mun samfylkingin ekki ganga þarna inn skilyrðislaust, heldur mun hún sækja um aðild og sá aðildarsamingur verður lagður fyrir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæði þar sem við getum neitað inngöngu ef það er ekki tryggt. Það er ekki hægt að fullyrða um neitt fyrr en aðildarsaminigar eru komnir, en það lang líklegast að hér muni ekkert breytast!
Það er bara ekkert í lagi að ljúga að íslensku þjóðinni, og Samfylkingin á hrós skilið fyrir að ráðast ekki á sjálstæðisflokkinn með svona barnalegum hræðsluáróðri, þrátt fyrir að 30miljarða mjög dramantískar og umdeildar skattalækkanir Sjálstæðisflokksins á sama tíma og ríkið er í dýrustu framkvæmd sem það hefur nokkurntímann farið í og ríkiskassinn er ennþá að blásast út séu hættulegri fyrir ísland heldur en stjórnmálahugsjónir sósíaldemokrata.
Það má svo bæta því við að ESB afnemur ekki kvótakerfið. Það verður áfram kvótakerfi og miðað við núverandi reglur yrði kvótanum áfram úthlutað til þeirra skipa sem hafa veiðireynslu. Og eru það ekki íslensk skip?
Burtséð frá því, eru ekki íslensk útgerðarfyrirtæki að leggja undir sig markaði í Evrópu? Eru íslensk útgerðarfyrirtæki ekki einmitt með þeim stærstu í álfunni?
Þetta eru auðvitað staðreyndir sem engu máli skipta því það er enginn á leið inn í ESB á næstunni …því miður.
Því athugið þetta (og ekki er minni ástæða til að hræðast þennan áróður en hræðsluáróður Heimdellinga) …hver verður samningsstaða Íslendinga gagnvart ESB (í samb. við EES) þegar Norðmenn ganga í ESB? Athugið, það er ekki spurning hvort heldur hvenær það gerist. Hver verður samningsstaða Íslendinga þá? Er ekki betra að vera með varann á og leyfa í það minnsta athugun á málinu?
Hvað eru Sjálfstæðismenn eiginlega hræddir við?
En afhverju viljið þið fá Ísland inn í þetta bandalag sem þjáist af minnkandi hagvexti, miklu atvinnuleysi, ósamkomulagi, stirðnuðu embættismannakerfi sem sogar til sín fjármagn í hítina.
Ég er mjög ánægður með auglýsingu ungra sjálfstæðismanna og mætti t.d. UVG taka sig til með þetta líka 🙂
Þeir sem vilja inngöngu í ESB verða að muna það að það eru fleiri en bara við sem höfum veiðireynslu í landhelgi okkar. Það eru ekki nema 25 ár síðan við rákum síðasta erlenda togarann heim. Þar á undan höfðu veitt hérna við strendurnar Frakkar, Þjóðverjar, Bretar, Spánverjar(Baskar reyndar en þeir búa jú á Spáni margir hverjir) og fleiri. Svo að það er ekki möguleiki á öðru en að togarar frá öðrum löndum muni fara að veiða hér á fullu ef við göngum inn. Ég vill endilega minna á hrörnandi fiskistofna í landhelgi ESB og mikinn niðurskurð á veiðiheimildum þar sem veldur jú auknu atvinnuleysi í sjávarútvegi hjá þeim og myndi heldur betur ýta undir löngun sjómanna þeirra og útgerðarmanna til að fá að dorga hér við strendurnar.
Þetta er ekki spurning um neina hræðslu Ragnar, þetta er spurning um stolt og áræðni. Það er einmitt spurning um hræðslu að fara halda því fram að við verðum að ganga í ESB vegna þess að annars verðum við úti köld ef að Norðmenn ganga inn.
Séum við sjálfstæð munum við alltaf geta leiðrétt vitleysur sem leiðtogar þjóðarinnar munu gera(allir gera jú mistök), göngum við í ESB verða það mistök sem ekki verður hægt að leiðrétta fyrr en þau óheillasamtök liðast í sundur.(Í fyrsta lagi, ef við verðum þá ekki eign einhvers annars ríkis).
Í burðarliðnum hjá ESB er einnig sameiginlegur her, sameiginleg skattastefna og ýmislegt fleira. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu spennandi það er að verða hluti af slíku ríki þegar við minnumst þess í hvaða stöðu stærsta iðnveldi Evrópu er, skuldum vafið með atvinnuleysi í tveggja stafa prósentutölu og minnkandi hagvöxt.
Svo vil ég endilega taka undir það að ég vil ekki fara að borga fyrir framkvæmdir í einhverjum öðrum ríkjum skattfé okkar. Hversvegna ættum við að fara að fjármagna innanlandsframvæmdir í öðrum ríkjum?(Hjálparstarf við þróunarlönd þó undanskilið þessari spurningu)
Ísland er á meðal auðugustu þjóða Evrópu(heimsins reyndar) og því munum við borga vel til sjóða ESB(það þarf jú að hífa upp Portúgal, Spán og austantjaldsríkin).
Staðan er bara svona:
ESB þarfnast okkar en við þörfnumst þeirra ekki.
😀
…þangað til EES er úr sögunni. Það er enginn að segja að Íslendingar verði að ganga inn í ESB, þeir hins vegar verða að íhuga aðildarviðræður. Annars getum við bara flutt til Kanarí með Dabba… (svo ég beiti nú dæmigerðum Sjálfstæðismannarökum gegn þínum ágætu rökum)
En það eru margir jákvæðir hlutir við inngöngu. Eitt atriði trónir á toppnum hvað mig persónulega varðar og það eru verðtryggðir og óverðtryggðir útlánavextir. Meðal annarra atriða sem nefna má er matvælaverð. Veislumáltið með víni fyrir 1000 kall í Danmörku kostar minnst 5 sinnum meira á Íslandi.
Það liggur því miður ekkert markvert fyrir um hvernig sjávarútveginum mundi vegna eftir inngöngu utan þess sem Eiríkur Bergmann hefur ritað. Ein leið til að fá endanlega úr þessu skorið og hætta þessu ESB-nöldri hægri vinstri væri fá formlegt álit ESB. Hræðsluáróður (sem hefur verið sterkasta vopn Sjálfstæðismanna fyrir þessar kosningar) á kannski ekki rétt á sér en það má ekki afgreiða hlutina án þess að allar hliðar séu skoðaðar.
En matvælaverð er eitthvað sem við getum breytt sjálf Ragnar án inngöngu ef við viljum það, með því að lækka skatta og tolla á innflutt matvæli. Það er ekkert sem er bundið við þá töfralausn að ganga í ESB. Að koma verðtryggingunni af er svo annars hlutur sem við getum líka gert sjálf.(og mun sennilega gerast á næstu árum)
Hvað sjávarútvegsmálin varðar þá held ég að Eíríkur Bergmann sé kannski ekki endilega maðurinn sem þú vilt spyrja út í aðild, enda starfaði hann hjá sendifulltrúa ESB á Íslandi og Noregi.
Ég kýs hinsvegar að taka trúanlegan fyrir mitt leyti, mann sem mér gafst færi á að hlusta á fyrirlestur hjá og ræða svo við einslega fyrir þrem árum þegar ég sat á ráðstefnu fyrir ungt fólk um alþjóðastjórnmál. Sá maður var á þeim tíma æðsti sendifulltrúi ESB í Washington D.C., afskaplega geðugur Breti. Meðal þess sem að hann sagði var að hann teldi engan möguleika á því að fengjum undanþágu frá sameiginlegri fiskveiðisstjórn ESB.
Óli G.
Ég held að þú sért algjörlega að miskilja hvað ESB gengur útá, og núverandi stöðu okkar innan þess bandalags. Við erum nú þegar að mestu leiti aðilar að ESB, og sú aukaaðild hefur fært okkur þann stöðuleika sem við höfum búið við síðastliðinn áratug. Við erum búin að taka upp 90% af lögum ESB, og erum mjög háð því að vera partur af innri markaði þess bandalags þar sem helmingur að útflutningi okkar fer þangað og 2/3 af innflutningi kemur þaðan. Ef Noregur gengur inní ESB, sem eru að verða verulega líkur á, þá er EES samninguninn búinn og þessu neitar enginn stjórnmálamaður.
Þegar gengið er inní ESB er miðað við nýlega veiðireynslu sem eru síðastliðin 4-5 ár fyrir umsókn, 25 ár er ekki nýlegt. (þetta geturu séð í öllum aðildarsamningum sem gerðir hafa verið). Allar líkur benda til þess að íslenskum sjávarútvegi sé betur borgið innan ESB, eigi betri möguleika á að leggja hinn evrópska undir sig (sem er nú þegar hafið) og fá mótunarvald á lagaramma ESB um fiskveiðar.
Stór hluti laga sem er við gildi hér á íslandi kemur frá ESB í gegnum EES (einsog áður sagði, 90% af lögum ESB útaf EES og Schengen) þannig að þessi ósk þín um sjálfstæði til að setja okkar eigin reglur og mistök er löngu dáin. Nær allir íslenskir ráðherrar vinna nú innan fulls lagaramma ESB og ekki sérðu þá kvarta, útaf því að ESB eru bara með lagaumhverfi sem við getum útfært á þann hátt sem við viljum.
Við þurfum ekkert að taka þátt í varnarsamstarfi ESB, og mörg lönd ætla að standa utan þess. Skattastefnan er til að samræma rekstrarskilyrði fyrirtækja innan innri markaðs ESB, og mér finnst fínt að hún sé ekki hönnuð fyrir nýfrjálshyggjuhugmyndir Hannessar Hólmsteins, því ef ég vildi búa í þriðja heims ríki þá flytti ég þangað sjálfur.. ég mæli með að þessi fámenni nýfrjálshyggjuhópur geri það bara 🙂
en já, rak ekki augun í það áðan.. en þú ert greinilega ekkert að fylgjast með Óli. Það er enginn að biðja um undanþágu, og við erum búinir að vera tala um hlutina einsog þeir eru, því við hvorki viljum né þurfum undanþágu við fiskveiðistefnu ESB. Eiríkur Bergmann hefur verið duglegur að benda á þetta, þannig að þú getur tekið hann trúanlegan aftur.
Það er bannað að vera með jafn háa innflutningstolla á unnar landbúnaðarvörur og við erum með hér á íslandi innan ESB, þannig að það sem mun gerast við inngöngu er að þeir verða felldir niður en sú tekjuskerðing sem ríkið verður fyrir verður bætt upp með því að við getum sótt í landbúnaðarsjóði ESB og því fengið aðeins lærri styrki til landbúnaðarins en við erum að fá nú (þó svipað í sauðfrjárrækt, en lærra í annað).
Það þýðir að allar unnar landbúnaðarvörur munu lækka um 40% við inngöngu í ESB, sem er flest öll matvara einsog við þekkjum hana í dag. Reyndu að ná svona lækkun án inngöngu í ESB og horfðu á bæði íslenskan landbúnað og ríkið fara til helvítis útaf tekjuskerðingu.
Uff! Thad eru rosalega margir godir fletir sem komid hafa upp i thessu spjalli her fyrir ofan. Sameiginlegt skattastefna er einn flotur sem eg tel mjog athyglisverdan og mikilvaegt ad berjast gegn. Athyglisverdar skyrslur fra t.d. Norraena Radherraradinu fjalla um thad.
Matvaelaverd i Evropu og her er annar flotur. Athyglisvert ad benda a ad mataelaverd i Bretlandi hefur ekki adlagast Evropsku verdlagi enn sem komid er.
Barnalegur lygaarodur? Borganesraedur eru i fersku minni thegar svona frasar heyrast.
Tel ad Sjalfstaedisflokkurinn eigi ad demba ser i vidraedur og hagraenar rannsoknir a thessum malum. Eg hallast ad thvi ad vid eigum ekki heima tharna eins og er en thad vantar algjorlega greiningu a thessu mali og viti borna umraedu!
sammála ÓBA
Meðal annars vegna þessa finnst mér auglýsing SUSara léleg.
Áfram umræður!
Því miður vill Davíð ekki skoða þetta mál, fyrr en hann verður galinn að eigin sögn.
Það er aðeins einn flokkur sem vill láta reyna á viðræður, ég kýs hann.
Alveg magnað hvað ég er alltaf sammála þér Einar 🙂
Og þá um leið Ragnari og Jónasi Tryggva.
Annars bara til þín Óli G.
Í fyrsta lagi á einmitt að hlusta á Eirík Bergmann AF ÞVÍ að hann er búinn að starfa mikið innan þessa kerfis og ætti þar af leiðandi að þekkja hlutina.
Í öðru lagi langar mig svo bara að undirstrika að auðvitað myndum við aldrei fara þarna inn ef að við myndum missa yfirráðin yfir fiskimiðunum (bara svona svo að það sé á hreinu).
Thad er nu heilmikid annad sem kemur tharna inn en fiskur. Tho ad vid missum ekki yfirradin yfir theim tha tharf ad skoda ahrif a vinnumarkad, ahrif a skattakerfid, liklegar throanir innan Evropusambandsins i theim malaflokkum (thvi ekki munum vid hafa ahrif a thaer throanir) o.fl.