Aðalfyrirsögnin í fréttablaðinu í gær er án efa fyndnasta fyrirsögn ársins:
Halldór á öðru máli en Davíð Oddson !!
Ef ég væri ritstjóri á Fréttablaðinu þá hefði ég reynt að nota enn stærra letur fyrir slík stórtíðindi.
Fór í gærkvöldi á Kofa Tómasar Frænda af því að vinir mínir nenntu ekki að djamma. Sá staður er hins vegar í mikilli tilvistarkreppu. Er kaffihús, sem heldur að með plötusnúði geti það breytt sér í hipp og kúl bar. Það gerðist allavegana ekki í gærkvöldi. Eina sem gerðist var að við gáfumst upp á að öskra hvert á annað.
Annars horfði ég í gærkvöldi á þátt í Queer As Folk í fyrsta skipti í meira en mánuð. Það var merkisstund í mínu lífi. Verður maður jú ekki að halda áfram að lifa, þrátt fyrir allt? Ha?