Enski boltinn – fyrsta færsla

Þá eru bara tveir dagar í að enski boltinn byrji og ég er að deyja úr spenningi. Mér líst ekkert alltof vel á fyrsta leikinn, þar sem að Liverpool miðjan er næstum því öll úr leik. Hamann, Gerrard og Diao geta ekki spilað.

Samt líst mér ágætlega á næsta tímabil. Manchester og Arsenal hafa verið að veikjast ef eitthvað er, en Liverpool og Chelsea hafa styrkt sig.

Einsog í fyrra þá ætla ég að velta fyrir mér sterkustu mönnunum í hverri stöðu fyrir sig hjá fjórum liðum: Liverpool MU, Chelsea og Arsenal. Í fyrra var ég nú ekki ýkja góður að spá fyrir um getu manna, en kannski tekst mér betur til núna.

Ég raða mönnum eftir því hverja ég tel vera sterkasta í hverri stöðu fyrir sig.

Markverðir: 1 Dudek 2 Cudicini 3 Lehman 4 Howard. Alveg einsog í fyrra þá held ég að Liverpool eigi besta markvörðinn, Jerzy Dudek. Bæði Arsenal og United hafa verið í miklum vandræðum með markverði og hef ég ekkert alltof mikla trú á Howard og Lehman. Reyndar er Cudicini einnig mjög sterkur, en Dudek hefur vinninginn.

Vinstri bakvörður: 1 Riise 2 O’Shea 3 Cole 4 Bridge. Ég er á því að Riise sé sterkastur af öllum þessum bakvörðum, sérstaklega þegar hann keyrir upp völlinn. Reyndar ef að O’Shea heldur áfram að bæta sig, þá getur hann orðið svakalega góður.

Miðverðir: 1 Hyppia 2 Campbell 3 Ferdinand 4 Desailly 5 Gallas 6 Henchoz 7 Keown 8 Silvestre. Hyppia er enn bestur að mínu mati. Ferdinand hefur alls ekki náð að standa undir þeirri fáránlegu upphæð, sem hann var keyptur á. Campbell er næst bestur. Ég er þó á því að Miðvarðarparið hjá Chelsea, Desailly og Gallas nái einna best saman.

Hægri Bakvörður: 1 Neville 2 Lauren 3 Finnan 4 Terry. Þessi staða er veikasti hlekkurinn hjá flestum liðunum. Lauren er án efa slappasti leikmaðurinn í byrjunarliði Arsenal og það sama á við um Terry ef hann verður í bakverðinum hjá Chelsea.

Vinstri Kantur: 1 Pires 2 Kewell 3 Duff 4 Giggs. Þetta er erfiðasta staðan til að dæma um á vellinum. Ég er á því að allir séu mjög svipaður að getu. Ég myndi velja Duff eða Kewell í mitt lið vegna þess að þeir eru yngri en Giggs. Pires er samt á toppnum núna og því er hann númer 1.

Miðjumenn: 1 Vieira 2 Gerrard 3 Scholes 4 Keane 5 Veron 6 Hamann 7 Silva 8 Geremi. Eins mikið og ég þoli ekki Vieira þá verður það að viðurkennast að hann er sterkastur af miðjumönnunum. Af Miðjupörunum þá eru Keane og Scholes sterkastir, sérstaklega ef að Keane nær að bæta sig frá því í fyrra.

Hægri Kantur: 1 Solskjaer 2 Ljungberg 3 Diouf 4 Gronkjaer. Hægri hliðin á vellinum er veikur hlekkur hjá bæði Liverpool og Chelsea. Ef að Solskjaer leikur jafnvel og í fyrra þá eiga fáir eftir að sakna Beckham í United liðinu. Ljungberg lék illa í fyrra en hann var líka meiddur lengi.

Sóknarmenn: 1 Van Nilsteroy 2 Henry 3 Owen 4 Eiður Smári 5 Bergkamp 6 Baros 7 Mutu 8 Forlan. Þarna er erfitt að velja milli þriggja bestu, Nilsteroy, Henry og Owen. Nilsteroy er númer 1 einfaldlega vegna þess að hann skorar fleiri mörk en hinir. Henry nær að toppa Owen vegna þess að hann er mun skotvissari.

Þannig að besta liðið væri að mínu mati:

Dudek
Riise
Hyppia
Campbell
Neville
Pires
Vieira
Gerrard
Solskjaer
Van Nilsteroy
Henry

Í þessu liði yrðu 4 Liverpool menn, 3 MU menn og 4 Arsenal leikmenn. Enginn Chelsea maður kemst í mitt lið. Þeir, sem komast næst því eru Duff og Cudicini.

2 thoughts on “Enski boltinn – fyrsta færsla”

  1. Úff, ég er líka að deyja úr spenningi 🙂

    Ég veit ekki alveg með miðverðina, ég hef dáldið meira álit á Henchos, held hann sé jafnvel mikilvægari fyrir Liverpool en Hyppia.

    Svo er bara að vona að Finnan komi sterkur inn í hægri bakvörðinn, hann hefur víst verið sterkur síðustu ár, ég get ekki sagt að ég hafi fylgst mikið með honum.

  2. Þetta er nu ágætt hjá þér en samt sumt er rugl þarna. Silvestre er 1 og fremst bakvörður og sá lang lang besti i deildinni. Campell er mun betri en hypia og rio er allur að koma inn í þetta. Og að segja að dudek sé betri en cudicini er bara rugl.Rvn og Henry eru að sjálfsögður yfirburðar soknarmenn a Englandi og tel ég þá jafna a getu en þo olikir.

Comments are closed.