Google nördaskapur

Fyrir alla, sem hafa áhuga á stærðfræði (og HVER hefur ekki áhuga á stærðfræði??) þá er Google reiknivélin nokkuð skemmtilegt tæki.

Kottke er að leika sér að vélinni og einnig Andrew Baio á Waxy.

Reiknivélin er sniðug að því leyti að maður getur skrifað formúlur á einfaldan hátt. Viltu vita hvað 57 kílómetrar eru margar mílur. Þá skrifar maður bara 57 kilometers in miles. Gæti ekki verið einfaldara. Hversu margar sekúndur í einni öld = 1 century = 3.1556926 × 1009. Og svo framvegis…

Já, þetta er sko aldeilis skemmtilegt tæki. Finnst ykkur það ekki?